Viðskipti innlent

Fleiri far­þegar í septem­ber en á sama tíma í fyrra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stundvísi Icelandair var betri í septembermánuði en á sama tíma í fyrra.
Stundvísi Icelandair var betri í septembermánuði en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm

Icelandair flutti 416 þúsund far­þega í septem­ber. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur fé­lagið flutt um 3,4 milljónir far­þega, ní­tján prósentum fleiri en yfir sama tíma­bil í fyrra.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu. Þar segir að far­þegar til Ís­lands hafi verið 175 þúsund. Far­þegar frá Ís­landi voru 49 þúsund talsins á meðan 169 þúsund manns ferðuðust um Ís­lands. Innan Ís­lands voru far­þegar 23 þúsund.

Að sögn Icelandair var sæta­nýting 82,7 prósent og héldu eininga­tekjur á­frma að styrkjast. Stund­vísi var 81 prósent sem er tíu prósentu­stiga aukning frá fyrra ári.

„Það er á­nægju­legt að sjá heil­brigðan vöxt í far­þega­fjölda á milli ára og á­fram­haldandi styrkingu eininga­tekna nú þegar þriðja árs­fjórðungi lýkur en hann var stærsti fjórðungur í sögu Icelandair þegar litið er til fjölda flug­ferða. Ég vil þakka starfs­fólki okkar fyrir frá­bært starf yfir sumar­mánuðina og þann árangur sem þau hafa náð,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair.

„Til marks um það hefur fé­lagið ný­lega hlotið tvenn verð­laun fyrir fram­úr­skarandi þjónustu. Í septem­ber hlutum við nafn­bótina fimm stjörnu flug­fé­lag á APEX verð­laununum og í þessari viku unnum við dönsku ferða­þjónustu­verð­launin í flokki flug­fé­laga. Við erum mjög stolt af þessum viður­kenningum og þakk­lát okkar traustu við­skipta­vinum fyrir að halda á­fram að velja Icelandair.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×