Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. 9.2.2024 12:46
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9.2.2024 10:11
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9.2.2024 09:08
Talsvert dregið úr gosinu Talsvert hefur dregið úr eldgosinu á Reykjanesskaga. Um eitt í dag afmarkaðist virknin við norður og suðurenda gossprungunnar. 8.2.2024 16:22
Gjóskan út á haf og ætti því ekki að trufla flug Lítið gjóskufall gæti fylgt þeirri atburðarás sem nú er í gangi í eldgosinu á Reykjanesskaga, þar sem nú má sjá merki um samspil kviku og grunnvatns. Dökkan reyk leggur upp af hrauninu. Gjóskunni blæs út á haf og ætti ekki að hafa áhrif á flug. 8.2.2024 14:32
Merki um leirgos í fyrsta sinn Sú breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands að hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu. Úr verður lítilsháttar sprengivirkni að sögn Veðurstofu. 8.2.2024 14:10
Varðskip og þyrla í viðbragðsstöðu á Reykjanesi Varðskipið Freyja auk þyrlu Landhelgisgæslunnar verða til staðar á Reykjanesi. Þar verða sveitir Landhelgisgæslunnar til taks fyrir almannavarnir ef þurfa þykir. 8.2.2024 13:45
Ætla að vinna með nýjan veruleika í Bláa lóninu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir að forsvarsmenn lónsins ætli að vinna með nýjan veruleika sem eldgos á Reykjanesskaga hafi haft í för með sér. Kerfi Bláa lónsins séu innan varnargarða. 8.2.2024 12:49
Ein af sviðsmyndunum sem gert var ráð fyrir Rennsli hraunsins yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg við Bláa lónið var ein þeirra sviðsmynda sem gert var ráð fyrir í hraunfræðilíkönum. Flæðið eru vondar fréttir fyrir Suðurnes en ágætar fyrir Grindavík. 8.2.2024 12:33
Hraunflæðið kemur á óvart Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. 8.2.2024 11:25