Fréttamaður

Máni Snær Þorláksson

Máni Snær er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rýmingu aflétt að hluta til

Ákveðuð hefur að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í Neskaupstað og á Seyðisfirði í gær. Þetta var ákveðið í kjölfar þess sem Veðurstofa Íslans mat aðstæður á Austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu í dag.

Skautadrottning lærir íslensku til að ná sér eftir slys

Bandarísk kona sem lenti í slysi ákvað að koma til Íslands til að ná bata. Læknir hennar sagði að það væri ekkert sem hún gæti gert en hún fullyrðir að henni líði mun betur eftir að hafa verið hér í sjö mánuði. Hún lærir íslensku til að þjálfa heilann og fer í sund til að hjálpa líkamlegu hliðinni.

Keyrði yfir dekk og skaust upp í loft

Ótrúlegt er að ekki fór verr þegar bíll flaug upp í loft á hraðbraut í Los Angeles á dögunum. Bíllinn skaust upp í loft eftir að hafa orðið fyrir dekki sem datt af öðrum bíl á hraðbrautinni. Þrátt fyrir að slysið hafi verið harkalegt þá slasaðist enginn alvarlega samkvæmt lögreglunni í Los Angeles.

„Fólkinu líður eðli­lega illa, þetta er mikið á­fall“

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa.

Fluttu ó­létta konu yfir á Egils­staði

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið á ellefta tímanum í morgun og fór austur á land vegna snjóflóðanna sem féllu þar í morgun. Í kvöld flutti þyrlan svo ólétta konu frá Neskaupstað og yfir á Egilsstaði. Gert er ráð fyrir því að þyrlan verði fyrir austan í nótt.

Fara af neyðar­stigi á hættu­stig

Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig.

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.