Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg

Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin.

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum.

Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi

Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul.

Hressar sjósundskonur í Stykkishólmi

Þær kalla ekki allt ömmu sína hópur kvenna í Stykkishólmi, sem fer saman í sjósund nokkrum sinnum í viku. Næsta verkefni þeirra er að byggja upp saunabað við aðstöðuna sína.

50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar

Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu.

Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað

Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina.

Sjá meira