Sauðburði víða lokið eða er senn að ljúka Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búin. Á bænum Álftavatni í Snæfellsbæ hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. 21.5.2022 21:32
Bullandi frjósemi í Stykkishólmi Íbúum í Stykkishólmi er alltaf að fjölga og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk er aðallega að flytja á staðinn. 21.5.2022 15:36
Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. 16.5.2022 21:05
Einar Örn 63 ára hjólaði í vinnuna úr Reykjavík á Selfoss Einar Örn Thorlacius fer alla leið í átakinu „Hjólað í vinnuna“ því hann hjólaði í morgun frá Þingholtunum í Reykjavík þar sem hann býr á Selfoss, en þar vinnur hann hjá Matvælastofnun. 16.5.2022 15:26
Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg? Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira. 15.5.2022 15:30
Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar. 14.5.2022 13:03
Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13.5.2022 19:30
Hálft af hvoru lamb í Bárðardal „Við vorum mjög hissa og áttum eiginlega ekki til orð, við höfum aldrei fengið svona lamb í okkar 50 ára búskapartíð, þetta er alveg magnað og mjög sérstakt,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Lamb, sem var að koma í heiminn á bænum, er svart öðrum megin og hvítt hinum megin. Nánast jöfn skipting alla leið. 13.5.2022 14:21
Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt „Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun. 11.5.2022 20:34
Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar. 8.5.2022 14:04