Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Sauðfé fækkar og fækkar í landinu

Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði.

Góð og skemmtileg stemming í Hrútatungurétt

Fyrstu fjárréttir haustsins hófust í dag, meðal annars í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Þar voru um fjögur þúsund fjár og bændur voru ánægðir með hvað lömbin komu væn og falleg af fjalli.

Matar og menningarhátíð á Stokkseyri

Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur.

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar

Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu

Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram.

Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli

Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna.

Sjá meira