Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði. 24.7.2021 13:16
Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum. 22.7.2021 20:15
Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt. 20.7.2021 21:16
Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir Nýjar íslenskar kartöflur eru nú komnar í verslanir, meðal annars frá bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum. 16.7.2021 13:05
Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. 23.6.2021 20:08
Nýjustu þríburar landsins dafna vel Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti. 20.6.2021 20:03
Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag. 20.6.2021 13:11
Saumar þjóðbúninga á færibandi á Hvolsvelli Ragnhildur Birna Jónsdóttir á Hvolsvelli er engin venjulega kona þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað á annan tug þjóðbúninga á sitt fólk. Hún segir saumaskap veita sér hugarró. 19.6.2021 20:06
Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. 13.6.2021 20:06
Á þriðja tug ófaglærðra lögreglumanna á Suðurlandi í sumar Lögreglan á Suðurlandi fer ekki varhluta af mannaráðningum vegna styttingu vinnuvikunnar og nýs vaktaskiplags vegna þess. Í vor var auglýst eftir mannskap vegna styttingar vinnuviku og vegna sumarafleysinga. 6.6.2021 14:08
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent