Um 50 Íslendingar eru að læra dýralækningar Um 50 íslenskir nemendur eru nú erlendis að læra dýralækningar, enda segir formaður Dýralækningafélags Íslands að starfið sé mjög skemmtilegt og gefandi þó álagið geti verið mikið. 22.8.2021 14:16
Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir. 21.8.2021 13:13
Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. 19.8.2021 21:00
Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi. 18.8.2021 20:28
Fjórtán ára með þrjátíu sláttugarða í áskrift á Selfossi Fjórtán ára strákur á Selfossi hefur haft nóg að gera í sumar við að slá garða fyrir íbúa bæjarins. Hann fer á milli húsa á vespunni sinni með sláttuvélina á kerru aftan í. Mikil ánægja er með þjónustu stráksins. 17.8.2021 20:11
Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. 15.8.2021 13:03
Tálgað á Selfossi – kindur, kisur, karlar og fuglar Fuglar, kindur, kisur, fiskar, slaufur og mannfólk er meðal þess sem nokkrir eldri borgarar á Selfossi tálga um leið og þau njóta félagsskaparins við hvort annað. Nú stendur yfir sýning á verkum hópsins á bókasafninu á Selfossi þar sem margt forvitnilegt er að sjá. 14.8.2021 20:15
Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. 14.8.2021 13:03
Harpa heldur að hún sé hundur Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. 11.8.2021 20:04
Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. 8.8.2021 20:06