Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8.3.2022 21:36
Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn. 6.3.2022 20:05
Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði. 6.3.2022 14:01
Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. 5.3.2022 20:30
450 ungmenni á Hvolsvelli á landsmóti Samfés Um 450 unglingar af öllu landinu eru nú saman komnir á Hvolsvelli á landsmóti Samfés, sem er haldið þar um helgina. Unnið verður í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. 5.3.2022 13:04
Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt. 27.2.2022 21:03
Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar. 27.2.2022 15:00
Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. 26.2.2022 21:01
Gróðurhús með átján þúsund jarðarberjaplöntum stórskemmt „Það verða engin ber héðan út þetta ár og fram á mitt næsta að minnsta kosti,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð. 22.2.2022 13:06
Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22.2.2022 09:54