Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kíló­metra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennu­fíkla

Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn.

Íslensk garðyrkja er á mikilli siglingu

Garðyrkjubændur bera sig vel enda hefur staða garðyrkjunnar sjaldan eða aldrei verið eins góð og í dag. Mikið hefur verið byggt af nýjum gróðurhúsum og útflutningur á íslenskum grænmeti er alltaf að verða meiri og meiri.

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar

Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. 

102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka

Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul.

Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp

Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka

Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur.

Forsætisráðherra óttast að stríðið dragist á langinn

Forsætisráðherra segir að að þjóðin eigi að halda áfram að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkraínu, þó það reyni mikið á og geti verið erfitt, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Hún óttast að stríðið eigi eftir að dragast á langinn.

Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB.

Ísland verður rampað upp með þúsund römpum

Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár.

Sjá meira