Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum vegna pólitískrar óvissu Áform um miklar fjárfestingar hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra þingkosninga. Óttast er að langvarandi pólitísk óvissa geti dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu. Erlendir fjárfestar krefjast skýringa á stjórnmálaástandinu. 27.9.2017 07:00
Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. 27.9.2017 06:45
Fjárfestar færa sig úr hlutabréfasjóðum Bein hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í skráðum félögum dróst saman um tugi milljarða í sumar. Mestu munar um innlausnir lífeyrissjóða. Fjárfestar beina sjónum sínum í auknum mæli að fjárfestingum erlendis. 21.9.2017 06:00
Lækkuðu verðmat á N1 um rúmlega tólf prósent Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á olíufélaginu N1 um liðlega 12 prósent, úr 132,9 krónum á hlut í 116,7 krónur. 21.9.2017 06:00
Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20.9.2017 08:45
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir hlut Lýsis í útgáfufélagi Morgunblaðsins Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt hlut Lýsis í einkahlutafélaginu Þórsmörk, eiganda Árvakurs, sem gefur meðal annars út Morgunblaðið. 20.9.2017 08:30
Meðallaun standa í stað en arðgreiðslur hækka Arð- og kaupaukagreiðslur til starfsmanna smærri fjármálafyrirtækja hækkuðu umtalsvert á síðasta ári. Meðallaun starfsmanna stóðu nokkurn veginn í stað milli ára og námu um 1.265 þúsundum króna á mánuði. Kvika greiddi hæstu launin, Arctica Finance þau lægstu. 20.9.2017 08:00
Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20.9.2017 07:30
Stjórnarslitin skóku verðbréfamarkaði Tugir milljarða króna gufuðu upp á hérlendum eignamörkuðum í gær. Verðbréfamiðlari líkir ástandinu við blóðbað. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk upp og gengi hlutabréfa hríðféll. 16.9.2017 06:00
Vill 300 milljónir frá Virðingu vegna ófullnægjandi ráðgjafar Félagið ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, krefst þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist verðbréfafyrirtækinu Virðingu. 13.9.2017 10:00