Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors

Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins

Lagt til að Jón fái 1,4 milljóna króna greiðslu

Stjórn N1 leggur til við aðalfund félagsins, sem fram fer í næsta mánuði, að stjórnarmaðurinn Jón Sigurðsson fái ríflega 1,4 milljóna króna greiðslu fyrir störf sín sem formaður fjárfestingaráðs N1 á síðasta ári.

Telja kauptækifæri í Icelandair

Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi hlutabréfa í Icelandair Group á 20,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Er það um 27 prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. IFS ráðleggur fjárfestum því að kaupa hlutabréf í ferðaþjónustufélaginu.

Höskuldur með 71 milljón í laun

Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, námu alls 71,2 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um 5,9 milljónir, eða ríflega níu prósent, á milli ára, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi bankans.

Hlutur TM hækkað yfir 70 prósent í verði

Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs.

Hertar kröfur stuðla að samþjöppun

Hagfræðingur við LSE segir að hátt eiginfjárhlutfall banka geti aldrei komið í veg fyrir að þeir fari í þrot. Strangar eiginfjárkröfur stuðli að samþjöppun. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins sér skýrar ástæður fyrir því

Kostur tekinn til gjald­þrota­skipta

Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku.

Sjá meira