Félögin skoða nú erlenda fjármögnun Stærstu fasteignafélög landsins skoða það að sækja fjármagn til erlendra fjárfesta. Mikill áhugi er á meðal fjárfesta að festa kaup á skráðum skuldabréfum félaganna. Framkvæmdastjóri hjá Eik segir innflæðishöftin hafa hamlandi áhrif á fjármögnunarkosti fyrirtækja. 22.2.2018 08:00
Mikil fjárfesting en engin undanþága Samkeppniseftirlitið hefur ekki veitt fyrirhuguðu samstarfi skipafélaganna Eimskips og Royal Arctic Line undanþágu. Engu að síður hafa félögin látið smíða skip sem eiga að verða grundvöllur samstarfsins. Upplýsingafulltrúi segir smíði skipanna óháða niðurstöðunni 21.2.2018 07:00
Hið opinbera keppi ekki við leigufélög Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaði. Stjórnvöld ættu ekki að keppa við þau í krafti fjármuna skattgreiðenda. Margvíslegar aðrar leiðir séu færar fyrir stjórnvöld. 15.2.2018 07:00
Íslandsbanki færir 800 milljónir til skuldar Íslandsbanki hefur fært 800 milljóna króna skuldbindingu í ársreikning til þess að mæta tapi vegna dóms sem féll í Hæstarétti síðasta haust. 15.2.2018 06:00
Telur arðgreiðslu ekki í samræmi við stefnuna Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, telur að tillaga stjórnar bankans um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu sé ekki í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki um jafnræði hluthafa og vandaða stjórnarhætti. 15.2.2018 06:00
Hertar eiginfjárkröfur skila sér í hærri lánakjörum til heimila og fyrirtækja Gæði eigna íslensku viðskiptabankanna hafa aldrei verið meiri og er eiginfjárhlutfall þeirra með því hæsta á meðal evrópskra banka. Hertar eiginfjárkröfur í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar skila sér í hærra vaxtaálagi. 14.2.2018 08:00
Innflæði í ríkisskuldabréf dróst verulega saman Verulega hægðist á innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta í ríkisskuldabréfum á fjórða fjórðungi síðasta árs. 14.2.2018 08:00
Fanney Birna með eins prósents hlut Fanney Birna Jónsdóttir, sem var ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans í síðasta mánuði, hefur eignast tæplega eins prósents hlut í fjölmiðlinum. 14.2.2018 08:00
Eignast rekstur Sports Direct á Íslandi Íþróttavörukeðja breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley hefur eignast verslun Sports Direct á Íslandi að fullu. Sættir hafa náðst á milli hans og fjölskyldu Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar sem átti áður 60 prósenta hlut í versluninni. 14.2.2018 07:00