Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12.10.2023 10:21
NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. 12.10.2023 08:42
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12.10.2023 07:26
Umfangsmiklar loftárásir standa yfir og enn líkur á innrás Umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Gasasvæðið standa nú yfir en talsmenn hersins greindu frá þessu í morgun. Tugir eru taldir hafa fallið í árásum Ísraela í nótt og fleiri særst. 12.10.2023 06:44
Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. 11.10.2023 08:48
Innrás virðist yfirvofandi Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins. 11.10.2023 08:19
„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11.10.2023 07:04
Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11.10.2023 06:45
Bein útsending: Rýnt í afsögn Bjarna og framhaldið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag. 10.10.2023 13:51
Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir. 10.10.2023 12:16