Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir. 10.10.2023 12:16
Ók inn á sendiskrifstofu Kína og var skotinn til bana Lögregla í San Francisco í Bandaríkjunum hefur skotið mann til bana sem ók bifreið sinni inn á sendiskrifstofu Kína í borginni. Lögregla var kölluð til eftir að atvikið átti sér stað og var maðurinn skotinn þegar hún mætti á vettvang. 10.10.2023 08:43
Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10.10.2023 08:05
Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10.10.2023 07:17
„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10.10.2023 06:55
Tveir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þá var einn handtekinn í gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna. 10.10.2023 06:22
Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . 9.10.2023 22:00
Varnarmálaráðherra Ísrael fyrirskipar algjört umsátur um Gaza Varnarmálaráðherra Ísrael segist hafa fyrirskipað algjört umsátur um Gaza. Ekkert vatn, enginn matur, ekkert rafmagn, ekkert eldsneyti, er haft eftir honum í erlendum miðlum. 9.10.2023 10:18
Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum. 9.10.2023 08:43
Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna. 9.10.2023 08:11