Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9.10.2017 21:00
Katalónum vikið úr ESB verði sjálfstæði að veruleika Katalónum verður umsvifalaust vikið úr Evrópusambandinu kjósi þeir að lýsa einhliða yfir sjálfstæði. Þetta sagði Evrópumálaráðherra Frakklands í sjónvarpsviðtali í dag. Forseti Katalóníu mun ávarpa þingið á morgun, en ekki liggur fyrir hvort hann hyggist ganga alla leið og lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. 9.10.2017 20:00
Eyða gervisprengjum á Suðurnesjum Yfir 300 manns taka þátt í Northern Challenge 2017, alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga sem fram fer hér á landi, en æfingin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Æfingin hefur verið árviss viðburður síðustu sextán ár og hefur íslenska Landhelgisgæslan yfirumsjón með henni. 5.10.2017 21:00
Skoða díselrafstöðvar á Akureyri Akureyringar íhuga nú að koma upp díselrafstöðvum við bæinn svo unnt verði að anna raforkuþörf í Eyjafirði til frambúðar. Bæjarstjórinn segir stöðu raforkumála á svæðinu grafalvarlega. 5.10.2017 20:00
Vantaði sárlega kennsluefni um hinsegin málefni Kynseginhneigð, sís og rómantísk hrifning. Þessi hugtök og fleiri til má finna á fyrsta íslenska upplýsingavefnum um hinsegin málefni, sem fór í loftið um helgina. 4.10.2017 20:00
Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2.10.2017 22:05
Þjóðvegurinn opnar á ný Hringvegurinn opnar á ný við Hólmsá í kvöld og bygging bráðabirgðabrúar við Steinavötn gengur vel. Dregið hefur úr vatnavöxtum á Suðausturlandi í dag og fer verkefnum björgunarsveita því fækkandi. 30.9.2017 20:00
Keyrir hringinn á rafbíl með móður sinni á níræðisaldri Rafbílahalarófa hlykkjaðist út fyrir borgarmörkin í dag. Þar fylgdi fjöldi fólks tveimur Bretum sem hyggjast aka umhverfis Ísland á rafbílum. 30.9.2017 20:00
Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29.9.2017 20:00
Þorsteinn býður sig fram til þings með Sigmundi Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu flokksins skelfilega vegna hinna miklu innanflokksátaka sem þar hafa geisað undanfarna daga. Framkvæmdastjóri flokksins vildi ekki veita fréttastofu upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig úr flokknum í dag og bar við trúnaði. 25.9.2017 20:00