Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ari­on: Ferð­­a­­þjón­­ust­­a mun sækj­­a í sig veðr­­ið á næst­­a ári

Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.

Akur fær­ir virð­i fisk­sal­ans Gad­us­ar nið­ur um nærri helming

Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka.

Greinendur vænta þess að af­koma bank­­anna hald­i á­fram að versna

Greinendur gera að jafnaði ráð fyrir því að hagnaður stóru viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast nokkuð saman milli ára á öðrum ársfjórðungi. Útlit er fyrir að hagnaður bankanna fyrir tekjuskatt dragist saman um 18 til 20 prósent en miðað við þær spár munu þeir ekki ná arðsemismarkmiðum sínum.

Verð­bréf­a­fyr­ir­tæki fá lík­leg­a að greið­a hærr­i kaup­auk­a en bank­ar

Líklega verður verðbréfafyrirtækjum heimilt að greiða hærri kaupauka en viðskiptabankar þegar reglur vegna EES-samningsins verða leidd í lög hérlendis á næsta ári. Gildandi rammi er sagður óþarflega flókinn og íþyngjandi fyrir flest verðbréfafyrirtæki. Fjármála- og efnahagsráðuneytið bendir á að verðbréfafyrirtæki hafi ekki hliðstætt kerfislægt mikilvægi og lánastofnanir og því séu „ekki viðlíka samfélagslegir hagsmunir“ af því að takmarka áhættutöku þeirra með sama hætti og gildir um starfsemi banka.

Fá tíu ár til að selj­a hlut sinn í græn­lensk­um út­gerð­um

Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.

Kostn­að­ar­að­hald Heim­a er til „fyr­ir­mynd­ar“

Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra.

Hag­fræð­ing­ur Kviku hef­ur „ekki ver­u­leg­ar á­hyggj­ur“ af auk­inn­i út­gáf­u rík­is­bréf­a

Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg.

Lands­bank­inn end­ur­fjár­magn­ar Rot­ov­i­a fyr­ir allt að ell­ef­u millj­arð­a

Íslenska framleiðslufyrirtækið Rotovia, sem meðal annars á Sæplast, hefur samið við Landsbankann um endurfjármögnun á öllum skuldum félagsins. Lánasamningurinn er að fjárhæð allt að 10,7 milljarðar króna (72 milljónir evra). Þessi endurfjármögnun er sú fyrsta sem félagið semur um við íslenskan banka en þegar félagið var stofnað í núverandi formi árið 2022 voru lánin tekin erlendis.

Sjá meira