Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eyr­­ir fær­­ir nið­­ur tvö sprot­­a­­söfn um nærr­­i fimm millj­­arð­­a á tveim­­ur árum

Hlutur Eyris Invest í tveimur fjárfestingafélögum í nýsköpun var færður niður um jafnvirði 2,1 milljarð króna, eða 49 prósent á árinu 2023 í bókum fjárfestingafélagsins. Þetta er annað árið í röð sem virði þeirra er fært mikið niður vegna erfiðra markaðsaðstæðna en á komandi aðalfundi er ráðgert að fyrrverandi framkvæmdastjóri Klíníkurinnar verði nýr stjórnarformaður félagsins sem stýr­ir sprota- og vaxt­ar­sjóðum Eyr­is

Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM

Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna.

Hlut­h­af­­ar HS orku „stutt vel við inn­r­i og ytri vöxt “ með hlut­a­fjár­aukn­ing­um

Á sama tíma og HS Orka hefur greitt hluthöfum sínum reglulegar arðgreiðslur hafa hluthafar orkufyrirtækisins stutt vel við innri og ytri vöxt félagsins með hlutafjáraukningum, segir stjórnarformaður Jarðvarma. Fyrirtækið, sem er í einkaeigu, hefur staðið að hlutfallslega mun meiri fjárfestingum í orkuframleiðslu undanfarin ár en Landsvirkjun og Orkuveitan.

Kostn­að­ar­að­hald Sím­ans „er til fyr­ir­mynd­ar“

Mikil samkeppni er á fjarskiptamarkaði og því geta kostnaðarhækkanir verið erfiðar viðureignar ef viðhalda á framlegðarstigi, segir í verðmati Símans þar sem bent er á að tekjur hafi ekki haldið í við verðbólgu á milli ára. „Verðbólguumhverfið lítur töluvert betur út fyrir árið 2024 sem er til hagsbóta fyrir félög líkt og Símann sem eru með að hluta með verðtryggðan rekstrarkostnað. Tekjur eru á móti meira seigfljótandi,“ segir greinandi sem telur að kostnaðaraðhald Símans sé til fyrirmyndar.

Tók á sig hlut­a af verð­hækk­un­um „til að við­hald­a styrk vör­u­merkj­ann­a“

Framlegðarhlutfall Nathan & Olsen, einnar stærstu heildsölu landsins, dróst saman á milli ára þrátt fyrir tekjuaukningu sem var lítillega meiri en ársverðbólga. Forstjóri 1912, móðurfélags heildsölunnar, segir fyrirtækið hafa tekið á sig hluta af verðhækkunum en ekki fleytt þeim áfram að fullu til viðskiptavina í ljósi mikillar samkeppni og til að tryggja eftirspurn eftir vörunum. „Það er komin meiri ró á markaðinn eftir tvö ótrúleg ár sem einkenndust af miklum verðhækkunum og bjartari horfur í rekstri í ár,“ útskýrir hann.

LIVE fjár­festi fyrir 1,5 milljarð í First Water og fer með sex prósenta hlut

Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti fyrir 1,5 milljarða króna með beinum hætti í landeldinu First Water þegar fiskeldið kláraði stórt hlutfjárútboð í fyrra og var þá verðmetið á liðlega 25 milljarða. Stjórnarformaður sjóðsins, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, kallar eftir því að settur verði aukinn kraft í greiningu vænlegra innviðafjárfestinga svo hægt sé að virkja sem fyrst tækifærin sem bíða á því sviði.

Sjá meira