Haraldur Guðmundsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Húsgagnahöllin hagnast um 77 milljónir

Húsgagnahöllin hagnaðist um 77 milljónir króna á síðasta rekstrarári fyrirtækisins eða frá marsbyjun 2016 til febrúarloka í ár. Afkoman var jákvæð um 53 milljónir árið áður.

Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun

Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga.

Icelandair semur við Statoil

Icelandair hefur samið við norska olíufélagið Statoil um milliliðalaus kaup á flugvélaeldsneyti fyrir flota fyrirtækisins. Samningurinn er til eins árs og mun taka gildi um næstu áramót eða þegar samkomulag flugfélagsins um kaup á eldsneyti af Skeljungi rennur út.

Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna

Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel.

Reykjavík missir 3.000 hektara

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna, tæpum 8.000 hekturum, verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Samkvæmt dómi réttarins er þjóðlendan því innan staðarmarka Kópavogs.

Meta tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Tilboðsgjafinn hefur óskað eftir trúnaði en sveitarstjórinn segir kauptilboðið vel undir 530 milljóna króna verðmiða sveitarfélagsins.

Stefán Karl vill lóð undir grænmetisgámaþorp

Fyrirtækið Spretta vill lóð við Strandgötu í Hafnarfirði og rækta þar sprettur og salat. Stefán Karl Stefánsson hefur óskað eftir fundi sem allra fyrst með bæjaryfirvöldum. Stefnt er að því að rækta grænmetið í endurunnum frystigámum.

Opnun Vaðlaheiðarganga gæti seinkað enn frekar

Svo gæti farið að opnun Vaðlaheiðarganga seinki um nokkra mánuði til viðbótar og fram á vetur 2018. Þá verða liðin tvö ár síðan klippa átti á borða. Verktakinn undir pressu um að klára á tilsettum tíma en vatnið er enn að tefja.

Sjá meira