Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2017 09:30 Fákasel stóð fyrir daglegum hestasýningum í tæp þrjú ár. Fákasel Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. Samkvæmt nýjum ársreikningi Fákasels var frumvarp að nauðasamningi samþykkt 3. maí. Félagið greiddi 30 prósent af höfuðstól og gerði upp við alla sem höfðu lagt fram kröfu fyrir 23. júní. „Nokkuð hefur komið fram af kröfum frá aðilum sem ekki gerður kröfur við nauðasamninga. Þær kröfur hafa verið mótteknar og greiddar, hafi þær reynst réttmætar. Þá var talsvert af launakröfum útistandandi, sem nauðsynlegt var að fara yfir og gera upp,“ segir í ársreikningnum. Jörðin Ingólfshvoll var í kjölfarið sett í sölumeðferð og samkvæmt ársreikningnum hafa viðræður átt sér stað við áhugasama kaupendur, án þess að þær hafi enn leitt til niðurstöðu. Jörðin er því enn til sölu. Tekjur Fákasels í fyrra námu 144 milljónum samanborið við 97 milljónir árið á undan. Heildarskuldir námu 449 milljónum króna. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2016 með 5,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Tengdar fréttir Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30 Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. 16. mars 2017 10:45 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. Samkvæmt nýjum ársreikningi Fákasels var frumvarp að nauðasamningi samþykkt 3. maí. Félagið greiddi 30 prósent af höfuðstól og gerði upp við alla sem höfðu lagt fram kröfu fyrir 23. júní. „Nokkuð hefur komið fram af kröfum frá aðilum sem ekki gerður kröfur við nauðasamninga. Þær kröfur hafa verið mótteknar og greiddar, hafi þær reynst réttmætar. Þá var talsvert af launakröfum útistandandi, sem nauðsynlegt var að fara yfir og gera upp,“ segir í ársreikningnum. Jörðin Ingólfshvoll var í kjölfarið sett í sölumeðferð og samkvæmt ársreikningnum hafa viðræður átt sér stað við áhugasama kaupendur, án þess að þær hafi enn leitt til niðurstöðu. Jörðin er því enn til sölu. Tekjur Fákasels í fyrra námu 144 milljónum samanborið við 97 milljónir árið á undan. Heildarskuldir námu 449 milljónum króna. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2016 með 5,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Tengdar fréttir Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30 Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. 16. mars 2017 10:45 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30
Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. 16. mars 2017 10:45
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent