Hvorki fást svör né gögn frá kirkjuráði Fréttablaðið hefur nú beðið í fimmtán vikur eftir gögnum af fundum kirkjuráðs í haust sem leið. Í fyrstu var sagt að erindin yrðu afgreidd en í tæpa tvo mánuði hafa engin svör fengist frá biskupi og framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 3.2.2018 07:00
Langþreytt á draugahúsi í eigu banka á Þórshöfn á Langanesi Bygging sem Landsbankinn og Byggðastofnun eiga á Þórshöfn á Langanesi hefur staðið auð í áraraðir. Fyrri eigendur fóru í þrot við að breyta húsinu í íbúðir. 3.2.2018 07:00
Ofaldir hrafnar valda andvöku Kvartað hefur verið til Heilbrigðiseftirlits Austurlands undan því að fólk fóðri hrafna í útjaðri Egilsstaða. 3.2.2018 07:00
Fækkun í Borgarfirði er tímabundin "Það getur falist í því nokkur styrkleiki að vera með fámennan skóla því við höfum gott tækifæri á að fylgjast náið með okkar nemendum og veita þeim gott aðhald,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. 3.2.2018 07:00
Mega rífa niður til að endurreisa Félagið Lindarvatn hefur fengið heimild til að rífa friðlýstan sal í Nasa við Austurvöll. Ætlunin er að endurgera síðan húsakynninn í sem upprunalegastri mynd eins og gamli Sjálfstæðissalurinn svokallaði var. 2.2.2018 07:00
Nemum fækkar í Borgarfirði Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar hafa aldrei verið færri en í vetur. Þeir eru nú 112. 2.2.2018 07:00
Telja efnafólki hyglað á kostnað gamalmenna í Garðabæ Gunnar H. Jónsson og Þórður M. Adólfsson, sem búa í húsum eldri borgara í Hleinahverfi, saka Garðabæ um að fórna hagsmunum íbúa hverfsins með því að loka leið inn á gamla Álftanesveginn til að þóknast efnafólki í Prýðahverfi. 2.2.2018 05:30
Ræða átti gerla á fjölmiðlafundi "Ljóst er að skerpa þarf á verkferlum um tilkynningaskyldu til almennings þegar um umhverfis- og eða mengunarslys er að ræða,“ segir í bókun Halldórs og Mörtu. 1.2.2018 07:00
Ferðamenn að bíða eftir rútu leita skjóls á hárgreiðslustofu Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér, segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. 31.1.2018 06:00
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31.1.2018 06:00