Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­frísk í fyrsta sinn 48 ára: „Ekki bara eitt barn, heldur tvö“

Óskarsverðlaunaleikkonan Hilary Swank er ófrísk. Hún segir það hafa verið draum sinn lengi að verða móðir. Það er óhætt að fullyrða að hún eigi eftir að vera með báðar hendur fullar í móðurhlutverkinu, því hún á ekki bara von á einu barni heldur tveimur.

Scooby-Doo per­sóna kemur út úr skápnum

Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu.

Svipta hulunni af þema Met Gala

Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári.

Telur sig vera búinn að koma auga á næstu Idol stjörnu

Þessa dagana fara fram dómaraprufur Idolsins sem sýnt verður á Stöð 2 í haust. Dagarnir hafa því verið ansi langir hjá leikaranum Aroni Mola sem er annar kynnir Idolsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur.

Jón Jóns­son og Auður gefa út lag sem þeir sömdu ó­vart

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess.

Voru trú­lofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu.

Fer nýjar leiðir í leit að næsta kærasta

Kim Kardashian segist ætla að fara nýjar leiðir í leit að næsta kærasta. Athafnakonan heimsfræga er nú einhleyp eftir að sambandi hennar við grínistann Pete Davidson lauk nú í sumar.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.