Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. 26.3.2021 13:36
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26.3.2021 11:50
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26.3.2021 08:00
SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar. 25.3.2021 20:01
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25.3.2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25.3.2021 15:36
Isavia tapaði 13,2 milljörðum króna í fyrra Afkoma Isavia var neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta árið 2020. Er um að ræða 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur drógust saman um 62% milli ára og námu 14,7 milljörðum króna. 25.3.2021 12:49
Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25.3.2021 12:00
Meniga fær 1,5 milljarða fjármögnun og hjálpar fólki að áætla kolefnissporið Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur tryggt sér 1,5 milljarðs króna fjármögnun. Fjármögnunin var leidd af hollenska fjárfestingasjóðnum Velocity Capital Fintech Futures og íslenska fjárfestingasjóðnum Frumtak Ventures. 25.3.2021 10:37
Verðbólgan nær sömu hæðum og í janúar Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,8%. 25.3.2021 09:31