Neytendur

Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði

Eiður Þór Árnason skrifar
Það styttist í að allir þurfi að vera komnir af nagladekkjum.
Það styttist í að allir þurfi að vera komnir af nagladekkjum. Getty/ViktorCap

Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 

Þetta er niðurstaða verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ sem fór fram þann 20. apríl. Minnsti munur var á þjónustunni fyrir smábíla á 14" dekkjum á ál- eða stálfelgum. Þar munaði 6.810 krónum eða 109%. 

Í athuguninni voru Aðalbílar í Reykjavík með lægsta verðið fyrir allar gerðir bíla á ál- og stálfelgum, fyrir utan jeppa. Bifreiðaverkstæðið Stormur Patreksfirði var með lægsta verðið á þjónustunni fyrir jeppa á 18" dekkjum á ál- og stálfelgum og næst lægsta verðið fyrir aðrar tegundir bíla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Mesti hlutfallslegi munur á hæsta og lægsta verði var á þjónustu fyrir jepplinga á 16" ál- eða stálfelgum. Þar var verðið hæst hjá Réttingaverkstæði Sveins, 15.500 en lægst hjá Aðalbílum Reykjavík, 5.990 krónur.

Munaði 11.740 krónum

Í krónum talið var munur á hæsta og lægsta verði mestur á þjónustunni fyrir jeppa á 18" dekkjum á ál- og stálfelgum, 11.740 krónur eða 143%. Hæst var verðið hjá Dekkjahöllinni, 19.940 krónur en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi, 8.200 krónur.

114% eða 6.810 krónu munur var á hæsta og lægsta verði fyrir minni meðalbíla á 15" dekkjum með ál- og stálfelgur og 143% eða 8.591 krónu munur var á hæsta og lægsta verði fyrir meðalbíla á 16" dekkjum með ál- og stálfelgur.

Costco býður upp á dekkjaskipti fyrir allar tegundir og stærðir bíla fyrir 4.400 krónur. Það er þó ekki talið að fullu sambærilegt þar sem viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco ásamt því að hafa Costco kort sem þarf að greiða fyrir.

Ekki allir vildu gefa upp verð

Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa Verðlagseftirlit ASÍ um verð á þjónustunni: Hjólbarðaþjónustan Framnesvegi Reykjanesbæ, Höldur bílaverkstæði Akureyri, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Óskars Sauðárkróki og Dekkjahöllin og B.V.A. Egilstöðum.

ASÍ kannaði verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14",15", 16" og 18" á eftirfarandi stöðum: Höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Húsavík, Kópaskeri, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði og Sauðárkróki. Verðið í könnuninni er án afsláttar.

Nánari upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd könnunarinnar, þar með talið tegundir þeirra bíla sem hún náði til má sjá á vef ASÍ.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,91
21
299.001
SKEL
2,42
10
16.966
HAGA
1,63
35
359.242
EIK
0,93
15
350.514

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-3,48
60
559.397
ICESEA
-2,92
13
53.318
SIMINN
-2,73
20
361.506
VIS
-2,25
28
427.197
ARION
-2,15
87
1.048.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.