Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Neytendastofa sektar þrjú apótek

Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum.

56 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 

Krónan vill rúman milljarð króna í bætur frá ríkinu

Krónan fer fram á ríflega milljarð króna í bætur frá íslenska ríkinu út af meintum hagnaðarmissi á árunum 2015 til 2018 af völdum innflutningshamla sem brutu gegn EES-samningnum. Málið á sér langan aðdraganda og varðar innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum.

Matthías frá Eimskip til Borgarplasts

Matthías Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts og tekur við af Guðbrandi Sigurðssyni. Á árunum 2009 til 2020 starfaði Matthías sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip.

Sjá meira