„Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13.11.2021 22:44
Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. 13.11.2021 21:48
Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13.11.2021 19:55
Kölluð út vegna foktjóns og hjólhýsis sem fór á hliðina Björgunarsveitir og lögregla hafa sinnt um tuttugu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna vonskuveðurs sem gengur yfir landið. 13.11.2021 17:56
Fjórir sjúklingar lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 Alls liggja nítján sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru þrír á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Fjórtán eru nú á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að einstaklingar greindust þar fyrr í vikunni. 13.11.2021 17:25
Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu. 12.11.2021 16:09
Fresta Krónumóti HK í fótbolta HK og Krónan hafa tekið ákvörðun um að fresta Krónumóti HK í fótbolta vegna fjölgunar kórónuveirusmitaðra í samfélaginu. Mótið átti að fara fram helgina 13. og 14. nóvember í Kórnum í Kópavogi. 12.11.2021 13:43
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. 12.11.2021 09:06
Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. 11.11.2021 11:45
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11.11.2021 10:55