Bein útsending: Átta teymi kynna nýsköpunarverkefni sín í Vaxtarrými Lokadagur Vaxtarrýmis fer fram í dag þar sem átta frumkvöðlar og fyrirtæki munu kynna nýsköpunarverkefni sín. Teymin tóku þátt í átta vikna viðskiptahraðli sem er sá fyrsti sem haldinn hefur verið á Norðurlandi. 26.11.2021 16:03
Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25.11.2021 23:43
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25.11.2021 21:35
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25.11.2021 20:33
Loka fyrir innlagnir á Klepp eftir að sjúklingur greindist Sjúklingur á geðendurhæfingardeildinni á Kleppi greindist með Covid-19 í gær og er deildin komin í sóttkví. Lokað hefur verið fyrir innlagnir á meðan unnið er að því að rekja í kringum sjúklinginn. 25.11.2021 17:21
Röðull, Ruby Tuesday og nú fjölbreytt hverfiskaffihús Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda. 24.11.2021 23:50
Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24.11.2021 20:36
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. 24.11.2021 17:25
Losa metfjölda olíutunna úr varaforða til að lækka eldsneytisverð Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggist losa 50 milljónir olíutunna úr varaforða ríkisins á markað með það að markmiði að ná niður eldsneytisverði. 23.11.2021 23:58
Tempo festir kaup á Roadmunk Tempo, dótturfélag Origo, hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Roadmunk Inc. Félagið þróar samnefndan hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti. 23.11.2021 23:06