Hundabíói aflýst vegna leyfisvandræða Bíósýningu þar sem gestir máttu taka hundana sína með hefur verið aflýst. Ekki tókst að fá leyfi eða undanþágu frá reglum sem banna hunda í kvikmyndahúsum. 19.1.2023 20:36
Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. 19.1.2023 20:01
Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. 19.1.2023 18:29
Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19.1.2023 18:10
Netþrjótar stálu upplýsingum um alla nemendur Háskólans á Akureyri Netþrjótar hafa náð að komast yfir upplýsingar um alla nemendur, kennara og annað starfsfólk við Háskólann á Akureyri (HA), þar á meðal lykilorð, kennitölur og farsímanúmer. Verið er að rannsaka málið og búið er að auka öryggisstig á tölvukerfum skólans. 19.1.2023 17:42
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19.1.2023 07:00
Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19.1.2023 00:05
Trump vill komast aftur á Facebook Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024. 18.1.2023 23:24
Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða eiginkonu sína Íranskur karlmaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða sautján ára eiginkonu sína. Konan hafði flúið land þegar maðurinn vildi ekki leyfa henni að skilja við sig en sneri aftur eftir að fjölskylda hennar sagðist geta tryggt öryggi hennar. Hún var myrt nokkrum dögum síðar. 18.1.2023 22:24
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18.1.2023 21:53