Ullaði á gagnrýnanda með barnið sitt Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir segist hafa ullað á leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins með fimm ára son sinn með sér. Sigríður Jónsdóttir skrifaði dóm um verk Lóu, Lóaboratoríum, og gaf því tvær stjörnur. 6.4.2018 05:58
Íslensk setning í danska Eurovision-laginu Jonas Rasmussen sem flytur lagið Higher Ground fyrir hönd Dana í Eurovision-keppninni í ár hendir inn setningunni Taka stökk til hærri jörð í laginu. Flosi, formaður FÁSES, segir að þetta sé að öllum líkindum í fyrsta skipti sem íslenska bregður fyrir í útlensku lagi. 5.4.2018 08:00
Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4.4.2018 06:00
Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn Stórstjarnan Sam Smith hélt tónleika í Glasgow um helgina og sendi hjartnæma kveðju eftir þá á Instagram þar sem hann þakkaði Ingibjörgu Jónu Guðrúnardóttur fyrir ást hennar og þekkingu á lögunum sínum. "Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn. 27.3.2018 06:00
Ferðast fyrir tíu milljónir króna Alls nam ferðakostnaður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um tíu milljónum króna á síðasta ári en listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu var lagður fram á borgarráðsfundi á fimmtudag. 26.3.2018 06:00
Gamalt lag sem fékk nýjan hljóm Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, hefur gefið út lagið Flóttamaður sem mun hljóma á sólóplötu hans. Hann stendur á tímamótum því hann er vanur að hafa heila hljómsveit fyrir aftan sig en nú stendur hann einn á stóra sviðinu. 12.3.2018 10:00
Af KSÍ og Íslandsmótinu Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. 8.3.2018 07:00
Hætti í vinnunni og flytur nú inn rassabassakónginn Margrét Nana lét drauminn rætast þegar hún ákvað að hætta í vinnunni og stofna sitt eigið viðburðafyrirtæki. Fyrsta kvöldið í hennar umsjón byrjar með látum þegar Dj Assault mætir á sviðið. 7.3.2018 06:00
Nýjasti en þó elsti bjórinn Einn af nýjustu bjórunum í ÁTVR er Carlsberg 1883 sem, eins og nafnið gefur til kynna, er eftir uppskrift frá því herrans ári 1883. Sagan á bak við bjórinn er stórmerkileg. Stefán Pálsson, einn helsti bjórsérfræðingur landsins, segir Carlsberg alltaf hafa treyst á vísindin. 2.3.2018 06:00
RÚV gerði ráð fyrir Gumma Ben Trúnaður gildir um ráðningarsamninga þeirra Gumma Ben og Eiðs Smára á RÚV en gert var ráð fyrir þessum liðstyrk í fjárhagsáætlun RÚV fyrir mótið. Eiður vinnur einnig fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. 1.3.2018 06:00