Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Því miður brotnuðum við allt of snemma“

    Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Um­fjöllun og viðtöl: Njarð­­­­vík – Kefla­­­­vík 44-79 | Sendu Ís­lands­­meistarana í sumar­frí og flugu inn í úr­slitin

    Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn,

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þetta var allt annað varnarlega“

    Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar

    Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“

    Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. 

    Sport
    Fréttamynd

    Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter

    Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ekki einu sinni 20 stigum undir“

    Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Fólk er að missa sig af spennu“

    Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Finnst þetta vera van­metinn titill

    Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

    „Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­vík - Fjölnir 90 - 64 | Inn­sigluðu deildar­meistara­titilinn með þægi­legum sigri

    Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik.

    Körfubolti