Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Grindvíkingar tóku á móti Hauka í kvöld í síðasta leik liðanna fyrir jólafrí í Bónus-deild kvenna. Gengi Íslandsmeistara Hauka hefur verið rysjótt framan af tímabili og Emil Barja, þjálfari liðsins, viðurkenndi fúslega í viðtali fyrir leik að sigur í kvöld yrði hin fullkomna jólagjöf og honum varð að lokum að ósk sinni. Körfubolti 17.12.2025 18:30
Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Benedikt Guðmundsson grunar að jákvætt umtal hafi stigið liði Keflavíkur til höfuðs. Körfubolti 16.12.2025 14:45
„Auðvitað var þetta sjokk“ Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik. Körfubolti 15.12.2025 18:06
Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti 13.12.2025 12:06
Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Þórir Guðmundur Þorbjarnarson spilaði stórvel þegar KR lagði ÍR að velli, 102-96, í Bónus deild karla í kvöld. Hann var sáttur með sigurinn eftir erfitt gengi KR-inga upp á síðkastið. Körfubolti 11. desember 2025 21:45
Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Eftir fjögur töp í röð komst KR á sigurbraut þegar liðið vann ÍR, 102-96, á Meistaravöllum í 10. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Körfubolti 11. desember 2025 21:45
ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Skagamenn fengu Stjörnuna í heimsókn í AvAir höllina á Skaganum í 10. umferð í Bónus deild karla í kvöld. Niðurstaðan varð öruggur sigur Stjörnunnar, 105-85. Körfubolti 11. desember 2025 21:25
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Valur bar sigurorð af Keflvík, 111-91, þegar liðin áttust við í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur nú sigrað í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Körfubolti 11. desember 2025 21:01
Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Grindvíkingar tóku á móti Ármanni í kvöld en heimamenn þurftu heldur betur að svara fyrir afhroðið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Að sama skapi voru Ármenningar að leita að sínum öðrum sigri í röð eftir að hafa landað þeim fyrsta gegn Þór í síðasta leik. Körfubolti 11. desember 2025 18:31
„Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og Bónus Körfuboltakvöld er á því að hann sé nú búinn að komast endanlega í gegnum hræðilegu meiðslin í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 9. desember 2025 10:01
„Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Það er til klapp og svo er til klapp eins og sjöfaldur Íslandsmeistaraþjálfari bauð upp á í síðasta leik. Körfubolti 8. desember 2025 12:33
„Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Grindvíkingurinn Jordan Semple var sendur snemma í sturtu í stórleik Stjörnunnar og Grindavíkur í Bónusdeild karla í körfubolta í gær. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir ástæðuna fyrir því að Semple var rekinn út úr húsi af dómurum leiksins. Körfubolti 8. desember 2025 10:02
„Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna Grindavík á tímabilinu. Stjörnumenn rúlluðu yfir Grindvíkinga og unnu 51 stiga sigur 118-67. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. Sport 7. desember 2025 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu algjöran yfirburðasigur í kvöld þegar þeir urðu fyrstir til þess að leggja Grindavík að velli í Bónus-deild karla í körfubolta á þessari leiktíð. Körfubolti 7. desember 2025 21:06
Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Ármann vann sinn fyrsta sigur í Bónus deild karla í körfubolta í vetur í níundu tilraun. 110-85 urðu lokatölur gegn Þór frá Þorlákshöfn í Laugardalshöll í kvöld. Körfubolti 6. desember 2025 20:40
Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfuboltamaðurinn Mario Matasovic fékk íslensk vegabréf í sumar en var samt ekki með á Evrópumótinu í sumar. Hann var hins vegar valinn í hópinn fyrir síðustu leiki íslenska landsliðsins. Körfubolti 6. desember 2025 07:30
„Álftanes er með dýrt lið” Borche Illevski Sansa, þjálfari ÍR-inga, var virkilega glaður með sigur sinna manna á Álftnesingum í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 5. desember 2025 23:29
Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Keflavík tekur á móti KR í Bónus deild karla í körfubolta. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport 4. Körfubolti 5. desember 2025 21:45
„Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Keflavík skellti KR í kvöld þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Darryl Morsell var gríðarlega öflugur í liði Keflavíkur og var með 26 stig í frábærum sigri heimamanna 104-85. Sport 5. desember 2025 21:32
Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Tindastóll komst aftur á sigurbraut í Bónusdeild karla í körfubolta eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á nýliðum Skagamanna í Síkinu. Körfubolti 5. desember 2025 21:00
Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Valur lagði Njarðvík að velli, 94-86, þegar liðin áttust við í níundu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 5. desember 2025 20:54
Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista ÍR mætir Álftanesi í Bónus deild karla. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 3. Körfubolti 5. desember 2025 20:50
Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfuknattleiksdeild Tindastóls bauð á svokallaðan bangsaleik í kvöld þegar karlalið félagsins mætti ÍA í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn var styrktarleikur fyrir Einstök börn. Körfubolti 5. desember 2025 20:21
Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Körfubolti 5. desember 2025 15:01
Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana Ármenningar tefla á morgun fram nýjum, bandarískum leikmanni þegar þeir mæta Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta. Eftirvænting ríkir í félaginu og ljóst að miklar vonir eru bundnar við leikmanninn. Körfubolti 5. desember 2025 13:34