Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Báðir þjálfarar Hauka dæmdir í leikbann

    Þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum voru í gær dæmdir í leikbann á fundi Aganefndar HSÍ en leikbönnin koma þó ekki til með að hafa áhrif á störf þeirra með sínum liðum sínum í N1 deild karla og kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggt hjá Fylki

    Fylkir vann öruggan sigur á Gróttu, 32-23, í N1-deild kvenna í dag, og er nú með átta stig í fjórða sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan vann sterkan sigur á Val

    Valsstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild kvenna í dag er þær sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn. Valur leiddi í hálfleik, 14-18, en Stjarnan kom til baka í þeim síðari og vann tveggja marka sigur, 32-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

    Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur unnu sextán marka sigur í Fylkishöllinni

    Fram vann 34-18 sigur á Fylki í Fylkishöll í kvöld í fyrsta leiknum í 4. umferð N1 deildar kvenna. Fram hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán: Fórum vel yfir mistökin í fyrri leiknum

    „Það er mjög gott að ná að vinna eins sterkt lið og Oldenburg er," sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals. Valur vann Oldenburg 28-26 í EHF-bikarnum í kvöld en er samt úr leik þar sem fyrri viðureignin endaði með ellefu marka sigri þýska liðsins á laugardag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð

    Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Þetta var lélegt

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með það sem hann sá í leik sinna manna gegn Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íris framlengir við Fram

    Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Anna Úrsúla: Finnst aldrei leiðinlegt þegar að maður nær að berja einhvern

    „Þetta var hrikalega gott. Það er búið að bíða eftir þessu lengi og ekki slæmt að klára þetta á heimavelli hins liðsins. Þetta er búið að vera frábær vetur og í raun mjög gott hjá okkur að tapa bara einum leik í deldinni. En þessi íslandsmeistaratitill er hrikalega sætur," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, yfirsig ánægð með verðlaunapening um hálsinn. En Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur gegn Fram 26-23. Framlengja þurfti leikinn til að útkljá um þennan slag.

    Handbolti