Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Valsstúlkur skelltu sér á toppinn í dhl deild kvenna í handbolta í dag með 22-16 sigri í leik liðanna í Ásgarði í dag. Valur var yfir 10-6 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tap fyrir Portúgal

    Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ísland lagði Asera

    Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sigur á Aserum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Rúmeníu í dag 31-28. Íslenska liðið var yfir 18-13 í hálfleik. Hanna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið í dag og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk. Liðið mætir Portúgölum klukkan 15 að íslenskum tíma á föstudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Handboltinn stendur höllum fæti í Hafnarfirði

    Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri og Fram mætast í 8-liða úrslitunum

    Í dag var dregið í 8-liða úrslit SS-bikarsins í handbolta í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki er aðeins einn úrvalsdeildarslagur þar sem Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum Fram. Stórleikurinn í kvennaflokki er án efa viðureign Hauka og Stjörnunnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Hauka á Ásvöllum

    Stjarnan lagði Hauka 28-26 í leik liðanna í DHL deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Rakel Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 8 mörk, þar af 4 úr vítum og þær Anna Blöndal og Jóna Ragnarsdóttir skoruðu 5 hvor. Ramune Pekerskyte skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk. Stjarnan er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en Haukar í 4. sætinu, en Stjarnan á 2 leiki til góða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan yfir gegn Haukum

    Stjörnustúlkur hafa yfir 15-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL deild kvenna. Rakel Bragadóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Anna Blöndal hafa skorað 3 mörk hver fyrir Stjörnuna en Sandra Stojkovic hefur skorað 4 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte 3 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur á toppnum

    Kvennalið Vals hefur náð þriggja stiga forystu á toppi DHL deildarinnar eftir öruggan 28-20 sigur á Fram í Laugardalshöllinni í dag. Haukar lögðu Akureyri á útivelli 27-21. Valur hefur þriggja stiga forskot á Gróttu á toppi deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH sá aldrei til sólar gegn Val

    Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði FH

    Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld, en leik ÍBV og Stjörnunnar var frestað vegna veðurs. Valur lagði FH örugglega í Kaplakrika 30-21, Fram vann HK 31-30 í hörkuleik og Grótta vann Akureyri 22-16 fyrir norðan. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki og Grótta í öðru með 12 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað

    Þrír leikir fara fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en leik ÍBV og Stjörnunnar sem fara átti fram í Eyjum hefur verið frestað vegna ófærðar. Akureyri og Grótta eigast við á Akureyri og er sá leikur þegar hafinn, en klukkan 19 mætast FH og Valur í Kaplakrika og þá tekur Fram á móti HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur á toppinn

    Kvennalið Vals skellti sér á toppinn í DHL deild kvenna í dag með sigri á Akureyri 27-20 í Laugardalshöll. Markahæst í liði Vals var Hildigunnur Einarsdóttir með 10 mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Akureyri. Valur er í toppsætinu með 11 stig en Stjarnan hefur 10 stig í öðru sætinu en á leik til góða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta lagði Hauka

    Þrír leikir fóru fram í efstu deild kvenna í handbolta í dag. Grótta lagði Hauka örugglega 27-22, Natasja Damljamovic og Eva Kristinsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Gróttu en Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sandra Stokovic skoruðu 7 hvor fyrir Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu ÍBV

    Það var sannkallaður stórleikur á dagskrá í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld þegar Haukar sóttu ÍBV heim í Vestmannaeyjum. Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturunum 29-26. Þá voru tveir leikir í ss bikarnum. Stjarnan burstaði HK 38-25 og FH lagði Akureyri 25-16.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta burstaði Fram

    Einn leikur var á dagskrá í ss bikar kvenna í handbolta í kvöld. Grótta burstaði Fram 28-15 á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-5. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur lögðu HK

    Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í kvöld. Haukar unnu þar sannfærandi útisigur á HK í Digranesi 26-39. Haukar hafa hlotið 6 stig í 4 leikjum í deildinni en HK hefur aðeins unnið einn leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta á toppnum

    Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik kvöldsins frestað

    Leik Hauka og Stjörnunnar í DHL-deild kvenna sem fara átti fram í kvöld klukkan 20 hefur verið frestað og fer hann fram á sama tíma annað kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan stöðvaði Gróttu

    Eftir að hafa sigrað í þremur fyrstu þremur deildarleikjum sínum brotlenti kvennalið Gróttu í Ásgarði í gær. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en í síðari hálfleik keyrðu Stjörnustúlkur yfir gesti sína, skoruðu níu mörk í röð og sigruðu á endanum 35-28.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur og Fram unnu

    Valsstúlkur lögðu HK að velli í Digranesi 23-33 og Framstúlkur unnu Akureyri í Safamýrinni 29-21.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta lagði Íslandsmeistarana

    Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvöld

    Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram skellti Haukum

    Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik Gróttu og ÍBV frestað

    Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þriðja umferðin hefst í kvöld

    Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar unnu grannaslaginn

    Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK lagði ÍBV

    Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð DHL deildar kvenna í handknattleik í kvöld. HK lagði ÍBV nokkuð óvænt í Digranesi 27-24, Grótta lagði FH 26-20 og þá gerðu Reykjavíkurliðin Valur og fram jafntefli 25-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Handboltinn byrjar í kvöld

    Íslandsmótið í handbolta DHL - deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan verður Íslandsmeistari samkvæmt spá forráðamanna liðanna sem birt var í gær og Haukar verða í öðru sæti. Valur, sem spáð er þriðja sæti, tekur á móti Fram klukkan átta í Laugardalshöll. ÍBV, sem lendir í fjórða sæti samkvæmt spánni, mætir HK á útivelli og þá mætast Grótta og FH , en þessir leikir hefjast klukkan sjö. Keppni í karlaflokki hefst annað kvöld , en þar er Valsmönnum spáð titlinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spá þjálfara og forráðamanna

    Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu ÍBV

    Haukastúlkur fögnuðu í kvöld sigri í meistarakeppni HSÍ þegar þær lögðu Eyjastúlkur örugglega í Eyjum 33-24 eftir að hafa verið yfir 14-11 í hálfleik. Þetta var árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna í kvennaflokki og annað kvöld fer fram meistarakeppnin í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar Fram tekur á móti Stjörnunni í Safamýrinni.

    Handbolti