Stofuspjall um Kraftbirtíngarhljóm guðdómsins Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00 er komið að öðru stofuspjalli ársins í tengslum við verk mánaðarins á Gljúfrasteini sem að þessu sinni er skáldsagan Heimsljós. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stýrir spjallinu og mun hún einkum beina sjónum sínum að Kraftbirtíngarhljómi guðdómsins, fyrsta hluta sögunnar. Menning 21. febrúar 2007 15:02
Aldarafmæli Íslandsvinar Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Menning 21. febrúar 2007 10:00
Baggalútur á Bessastöðum Drengirnir í Baggalúti troða upp á Bessastöðum í dag. Guðmundur Pálsson segir þetta mikinn heiður, enda séu þeir allir aðdáendur forsetans og konu hans. Tónlist 21. febrúar 2007 09:45
Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 09:30
Íslensk tónlist á Amie Street Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. Tónlist 21. febrúar 2007 08:45
Sign í tónleikaferð Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. Tónlist 21. febrúar 2007 07:30
Strákur veiðir úlf úr skóginum Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 07:15
Sýna hjá Gorkí Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 07:00
Óumflýjanleg uppgjör á bar Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 06:15
Pursuit of Happyness - tvær stjörnur Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 00:01
James Brown loks jarðaður Börn söngvarans James Browns og ekkjan Tomi Rae Hynie, hafa loksins komist að samkomulagi um hvar á að jarðsetja líkama hans. Ósamkomulag og ósætti hefur verið meðal aðilanna um erfðir og skiptingu eigna. James Brown lest á jóladag, 73 ára að aldri. Líkið er geymt í gullkistu á útfararstofu sem mun sjá um jarðaförina. Lífið 20. febrúar 2007 22:30
Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2007 22:15
Lay Low í Þórlákshöfn Tónlistarkonan Lay Low, sem kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum, verður með tónleika í Þorlákshöfn, á morgun miðvikudaginn 21. febrúar. Verða tónleikarnir haldnir í Versölum og hefjast klukkan 20:00. Eru tónleikarnir liður í tónleikaröðinni Tónar við hafið. Tónlist 20. febrúar 2007 22:00
Flugfreyja í sjöunda himni Áströlsk flugfreyja hjá Quantas flugfélaginu er farin í felur meðan hún reynir að selja slúðurblöðum söguna af því þegar hún hafði samfarir við breska leikarann Ralph Fiennes á klósetti flugvélar í 35 þúsund feta hæð. Lisa Robertson segir einnig að hún hafi átt eldheita nótt með Fiennes á hótelherbergi hans. Hún hefur nú verið rekin frá Quantas. Lífið 20. febrúar 2007 15:58
Hugh Grant og Jemima hætt saman Hugh Grant og kærasta hans til þriggja ára, Jemima Kahn, eru hætt að vera saman. Grant er líklega frægastur fyrir mynd sína Fjögur brúðkaup og jarðarför, og svo náttúrlega að leita eftir kynlífi við svarta vændiskonu í Hollywood árið 1995. Það batt enda á samband hans við fyrirsætuna Elizabeth Hurley. Lífið 20. febrúar 2007 11:33
Svíar krefjast nærveru Eiríks „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Tónlist 20. febrúar 2007 10:30
Cage á toppinn Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2007 10:00
Lady Sovereign - þrjár stjörnur Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Tónlist 20. febrúar 2007 09:45
Laddi er í allra kvikinda líki Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2007 08:45
Plata um Kaliforníu Vangaveltur eru uppi um að næsta plata bandaríska tónlistarmannsins Sufjan Stevens muni fjalla um Kaliforníu. Sufjan hefur lýst því yfir að hann ætli að semja plötu um öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna. Þegar hefur hann gefið út plöturnar Michigan, sem kom út 2003, og Illinois sem kom út tveimur árum síðar. Tónlist 20. febrúar 2007 08:00
Tónlist af amerískum ættum Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Kurt Kopecky flytja aríur og sönglög af amerískum uppruna á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Á efnisskrá dagsins, sem ber yfirskriftina „Andagift frá Ameríku“, eru óperuaríur, söngleikjalög og djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weill, Menotti og fleiri. Tónlist 20. febrúar 2007 07:15
Helgi trúbador snýr aftur Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Tónlist 20. febrúar 2007 06:15
Deep purple og Uriah Heep á Íslandi DEEP PURPLE hefur selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur hljómsveit og þegar önnur goðsagnakennd rokksveit á borð við URIAH HEEP bætist við dagskrána er öruggt að slegist verður um hvern miða. Það að tvær jafn stórar sveitir spili saman á tónleikum á sér varla hliðstæðu hérlendis og nokkuð ljóst að rokkunnendur eiga ógleymanlegt kvöld í vændum. Tónlist 19. febrúar 2007 10:09
Lokkarnir hennar Britney á ebay Við höfum öll séð myndirnar og nú getum við boðið í hárið. Þegar Britney Spears rakaði af sér hárið á hárgreiðslustofu í Los Angeles hafði hún ekki áhuga á að taka lokkana með sér til minningar. Þeir féllu því í skaut hárgreiðslumeistarans. Nú hafa lokkarnir skotið upp kollinum á uppboðsvefnum ebay, og hljóða upphæðirnar upp á hvorki meira né minna en 70 milljónir íslenskra króna. Það virðist því vera nóg af aðdáendum sem vilja komast yfir hárið á Britney. Lífið 19. febrúar 2007 00:01
Dagur vonar – Leikhússpjall Borgarleikhúsið sýnir nú verkið Dagur vonar á Nýja sviðinu. Verður leikhússpjall um verkið í Kringlusafni, fimmtudagskvöldið 22. febrúar, klukkan 20:15. Þar ræða Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri, Birgir Sigurðsson, leikskáld og Birgitta Birgisdóttir, leikkona, um verkið sjálft og vinnu leikhópsins. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á leikhússpjall í Kringlusafni. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2007 00:00
Forest Whitaker fagnað í Uganda Kvikmyndinni The Last King of Scotland var fagnað gífurlega við frumsýningu í Uganda í gær. Myndin er frá valdatíð einræðisherrans Idi Amins í landinu og er tekin að mestu leiti í höfuðborginni Kampala. Bandaríski leikarinn Forest Whitaker er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Lífið 18. febrúar 2007 18:15
Hvað er að gerast með Robbie? Frægð, ríkidæmi og aðdáendur. Robbie Williams hefur þetta allt. En þrátt fyrir það hefur söngvarinn enn og aftur leitað sér aðstoðar vegna fíknar. Hann tékkaði sig í vikunni inn á meðferðarstofnun í Arizona í Bandaríkjunum til að losna undan neyslu þunglyndislyfja. Lífið 18. febrúar 2007 14:43
Fór beint í tólfta sætið Nýjasta plata bresku hljómsveitarinnar Bloc Party, A Weekend in the City, fór beint í tólfta sætið á bandaríska breiðskífulistanum. Fyrsta plata sveitarinnar, Silent Alarm, fór beint í 114. sætið á listanum árið 2005 og því ljóst að vinsældir sveitarinnar hafa aukist gríðarlega vestanhafs. Efst á vinsældarlistanum var nýjasta plata Fall Out Boy, Infinity On High. Tónlist 18. febrúar 2007 08:30
Britney rakar sig sköllótta Britney Spears mætti sköllótt á húflúrstofu í San Fernando Valley í Los Angeles. Á myndbandi KABC-TV stöðvarinnar sést söngkonan koma á húðflúrstofuna nauðasköllótt. Á fréttavef CNN segir að aðdáendum hennar líki nýi stíllin misilla. Einn þeirra sagði: “Þetta er hræðilegt.” Söngkonan mun hafa rakað sig sjálf. Lífið 17. febrúar 2007 20:54
Hugh Grant aftur á markaðinn Þriggja ára sambandi breska leikarans og hjartaknúsarans Hugh Grants og Jemimu Khan er lokið. Parið tilkynnti þetta í gærkvöldi og lét fylgja með að sambandsslitin væru í “vinsemd.” Stöðugar fréttir voru af parinu á meðan sambandi þeirra stóð, aðallega um það að Jemima vildi stofna fjölskyldu og heimili, en hann ekki. Lífið 17. febrúar 2007 17:13