Reykvél og ljósprik Stórt „90s“ partí verður haldið á Nasa annað kvöld. Uppselt var í síðasta partí, sem var haldið á gamlárskvöld, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu. Tónlist 2. mars 2007 07:15
Til heiðurs Tony Joe White Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Tónlist 2. mars 2007 06:45
Völuspá í útvarpi Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Tónlist 2. mars 2007 06:30
Vasahljómkviða frá Japan Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Tónlist 2. mars 2007 06:00
Milonga tangóball Næstkomandi sunnudagskvöld stendur Tangóævintýrafélagið fyrir milonga tangóballi í Gyllta salnum á Hótel Borg. Verður boðið upp á kennslu í tangódansi fyrr um daginn. Allir velkomnir, bæði einstaklingar og pör, sem og áhorfendur og þátttakendur. Menning 1. mars 2007 19:30
VAX á austurlandi Hljómsveitin VAX leggur land undir fót næstu helgi og ætlar að spila á Egilsstöðum föstudaginn 2. mars á Svarthvítu hetjunni og 3. mars á Kaffihorninu á Höfn í Hornafirði á Norðurljósablúshátíðinni. Tónlist 1. mars 2007 16:45
Dómaraskotin verða fastari Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Tónlist 1. mars 2007 15:08
Nú er það svart Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels er ekki hátt skrifaður í heimalandinu. Hann hefur ekki gegnt herþjónustu, en allir varnarmálaráðherrar fram að honum höfðu áður verið hátt settir hershöfðingjar. Þá tókst ísraelska hernum ekki að brjóta sveitir Hizbolla á bak aftur í innrásinni í Líbanon, sem þótti hin mesta hneisa. Lífið 1. mars 2007 12:29
Raggi Bjarna - Heyr mitt ljúfasta lag Einn ástsælasti söngvari landssins, Raggi Bjarna og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir munu syngja saman á tónleikum næstkomandi laugardagskvöld. Með þeim spilar stór hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem Selkórinn syngur með. Menning 1. mars 2007 11:00
"Baretta" áfrýjar Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar. Lífið 1. mars 2007 10:39
Liz 75 ára Elísabet Taylor var að vanda demöntum prýdd þegar hún mætti í 75 ára afmælisveislu sína, í Las Vegas síðastliðinn þriðjudag. Hún kom í hjólastól, vegna bakveikinda. Stjarnan blikkaði sínum frægu fjólubláu augum þegar ljósmyndararnir sungu fyrir hana afmælissönginn. Þegar hún var spurð um ástæður langlífis síns svaraði hún; "Maður bara hangir." Lífið 1. mars 2007 10:15
Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands Jörundur Svavarsson, prófessor við Háskóla Íslands og Bjarni K. Kristjánsson, frá Hólaskóla, munu halda erindi í fyrirlestraröðinni Undur Veraldar laugardaginn 3. mars. Ber erindið heitið Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands. Er það Raunvísindadeild Háskóla Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrarröðinni. Menning 1. mars 2007 10:00
Hljómsveitin Roof Tops snýr aftur Það hefur verið rífandi stemning á æfingum hjá hljómsveitinni Roof Tops að undanförnu, en þeir félagar hafa æft af kappi fyrir dansleiki á Kringlukránni nú um helgina, á föstudags- og laugardagskvöld, 2. og 3. mars. Tónlist 1. mars 2007 10:00
Ráðstefna um verndun Skerjafjarðar Föstudaginn 2. mars verður haldin ráðstefna um verndun náttúrufars Skerjafjarðar. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og Jónínu Bjartmarsdóttur, umhverfisráðherra. Munu ýmsir aðilar með sérfræðiþekkingu á málefninu flytja erindi. Menning 28. febrúar 2007 17:45
Þungarokk á Hróarskeldu Hátíðin tilkynnir með stolti nokkrar þungarokkhljómsveitir til leiks. Hljómsveitirnar eru: Mastodon (US), Pelican (US), Cult of Luna (S) og mikla þungavigtarvini Roskilde hátíðarinnar: SLAYER (US). Tónlist 28. febrúar 2007 16:00
Ég heiti Manchester United Búlgarskur aðdáandi breska knattspyrnuliðsins Manchester United hefur fagnað hálfum sigri í baráttu fyrir að breyta nafni sínu í Manchester United. Maðurinn heitir Marin Levidzhev og hefur staðið í tveggja ára málaferlum til að fá að breyta nafninu. Dómur var felldur á þá leið að honum væri heimilt að kalla sig Manchester Levidzhev. Lífið 28. febrúar 2007 12:51
GusGus á Nasa Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu breiðskífunnar FOREVER með útgáfutónleikum á NASA, laugardagskvöldið 24. mars. Þá verður ár liðið frá því sveitin spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem fóru einmitt fram á NASA. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar hljómsveitar Petter Winnberg úr Hjálmum, Petter & The Pix, sem í lok síðasta árs gáfu út skífuna Easily Tricked. Tónlist 28. febrúar 2007 12:00
Móðir kærir djöfullegt fæðingarnúmer Rússnesk kona hefur kært yfirvöld fyrir að gefa nýfæddri dóttur hennar fæðingarnúmerið 666. Móðirin, Natalia Serepova, er 33 ára frá Stavropol í Rússlandi. Hún mótmælti númerinu sem Marianna dóttir hennar fékk og sagði það vera djöfullegt. Þegar bæjaryfirvöld neituðu að breyta númerinu, sem öllum börnum í Rússlandi er gefið við fæðingu, ákvað Natalia að kæra. Lífið 28. febrúar 2007 11:54
Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin Í byrjun mars kemur út ný bók eftir Guðjón Bergmann rithöfund, fyrirlesara og jógakennara. Bókin ber titilinn Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin. Í bókinni leitast höfundur við að veita lesendum innsýn í heim jógaheimspekinnar og kynna hugmyndafræðina sem býr að baki. Öll framsetning er á almennu máli og gagnast því jafnt byrjendum og lengra komnum. Menning 28. febrúar 2007 11:21
Ben Stiller spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise Leikarinn skemmtilegi Ben Stiller kveðst vera spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise í kvikmynd sem áætlað er að fara í framleiðslu með á næsta ári. Kvikmyndin mun verða byggð á bókunum um The Hardy Boys og bera heitið Hardy Men. Hún fjallar um bræðurna Frank og Joe Hardy á fullorðinsárum sínum þar sem þeir reyna að leysa ráðgátur. Bíó og sjónvarp 27. febrúar 2007 18:00
Kjarvalsmyndin seld á 25 milljónir króna Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval var slegið hæstbjóðanda, sem bauð 1,3 milljónir danskra króna í verkið hjá danska listaverkasalanum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn núna á sjötta tímanum. Fulltrúi Gallerí Foldar keypti myndina fyrir hönd óþekkts kaupanda. Heildarverð með þóknun og sköttum telst um 25 milljónir íslenskra króna. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir íslenskt listaverk á uppboði. Innlent 27. febrúar 2007 17:08
Basic Instinct 2 versta kvikmyndin The Golden Raspberry Awards eru verðlaun sem árlega velja verstu Hollywood kvikmyndirnar. Fara verðlaunin fram á sama tíma og Óskarsverðlaunin eru afhent. Hreppti kvikmyndin Basic Instinct 2 aðalverðlaunin að þessu sinni. Bíó og sjónvarp 27. febrúar 2007 16:00
Dagur tónlistarskólanna Nú um helgina, dagana 3.-4. mars stendur mikið til hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu laugardaginn 3. mars þar sem verða tónleikar í gangi allan daginn, nemendur á öllum stigum koma fram og mikil fjölbreytni í tónlist og hljóðfærum sem leikið er á. Tónlist 27. febrúar 2007 12:11
Helstu vinningshafar Óskarsverðlaunanna Óskarsverðlaunin voru afhent í 79. sinn í gærkvöldi og var verðlaunaafhendingin glæsileg að vanda. Ellen DeGeneres var kynnir hátíðarinnar í ár og þótti standa sig afar vel en þetta var í fyrsta sinn sem hún kynnir hátíðina. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 16:55
Gleypti tennur elskhuga síns Rúmensk kona þurfti aðstoð lækna eftir að hún gleypti óvart tennur elskhuga síns í ástarleik. Konan er 38 ára og er frá Galati héraði í austurhluta Rúmeníu. Hún sagði læknum á sjúkrahúsi að hún hefði gleypt ókunnan hlut, en sagði ekki hvað. Það kom því læknum á óvart að sjá á röngtenmynd falskar tennur í maga konunnar. Lífið 26. febrúar 2007 16:47
Ögrar ímyndunaraflinu Sverrir Norland er tvítugur nemi við Háskóla Íslands og FÍH og situr jafnframt í ritstjórn vefsíðunnar dindill.is. Sverrir hlýtur að vera upptekinn ungur maður því ásamt þessu heldur hann úti vefsíðunni http://www.nyttljodahverjumdegi2007.blogspot.com/ Menning 26. febrúar 2007 15:49
Líf og fjör í Kattholti Emil í Kattholti er kominn á Hvammstanga með öllum sínum skammarstrikum. Að sjálfsögðu fylgir öll fjölskyldan úr Kattholti honum og þau taka líka á móti gestum. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 14:00
Raggi Bjarna og Eivör á stórtónleikum Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. Tónlist 26. febrúar 2007 10:30
Álfaálög á dansflokknum Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Menning 26. febrúar 2007 10:00
Ástin og gleymskan Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 09:45