Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Í leikhúsmaraþoni í sumarfríinu

„Þetta er dásamlegt. Við erum í leikhúsum frá morgni til kvölds og þetta er frábær innblástur sem við eigum eftir að lifa á í vetur,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem er stödd á leiklistarhátíðinni Festival Fringe í Edinborg ásamt kærasta sínum, leikaranum Einari Aðalsteinssyni.

Menning
Fréttamynd

Viggó og Víóletta syngja á Gay Pride í New York

"Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don‘t Rain on my Parade með Barbra Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku,“ segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skipar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkonunni Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru flytjendur lags Hinsegin daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride-hátíð í New York í júní að ári liðnu.

Tónlist
Fréttamynd

Sjónlistalíf á Akureyri

Listagilið, Deiglan og Sundlaug Akureyrar Listagilið á Akureyri iðar af myndlistar- og sjónlistalífi þessa dagana, upp úr og niður úr.

Gagnrýni
Fréttamynd

Glæsilegur afmælispakki

Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir.

Lífið
Fréttamynd

Dj Equal á Vegamótum

Plötusnúðurinn Dj Equal er á Evróputúr og spilar á Íslandi í kvöld. Hann kemur fram á Vegamótum ásamt Dj B-ruff og Jay-O. Equal er funheitur í bransanum, spilar meðal annars með Beyonce og systur hennar Solange, Snoop Dogg og og N.E.R.D. Hann spilar vikulega á heitustu stöðunum í New York, LA, Miami og víðar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Equal spila í Chicago fyrr í sumar. Kvöldið hefst kl 23 og er frítt inn. Nánar um atburðinn á Facebook.

Tónlist
Fréttamynd

Fræbbblarnir rokka á málverkasýningu

Pönksveitin Fræbbblarnir munu koma saman og troða upp á opnun málverkasýningar Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur á Kexinu í kvöld. Nokkrir meðlimir sveitarinnar eru í matarklúbbi ásamt Guðrúnu sem kallaður er Goutons Voir.

Menning
Fréttamynd

Stuðmenn verða með aukatónleika

Klukkan tíu í morgun hófst sala á stórtónleika Stuðmanna í Hörpu. Innan 15 mínútna frá því að miðasala hófst varð ljóst að uppselt yrði á tónleikana og var þegar hafist handa við skipulagningu annarra tónleika klukkan ellefu sama kvöld. Gert er ráð fyrir að sala á þá geti hafist um hádegisbil.

Tónlist
Fréttamynd

Engar skorður settar í nýju popprokklagi

"Ég samdi lag og texta, syng aðalröddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svolítið ég,“ segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæjandi.

Tónlist
Fréttamynd

Björk söng í Noregi í gær

Söngkonan Björk fær ágæta einkunn í norska blaðinu Aftenposten eftir tónleika sem hún hélt þar í landi í gær. Gagnrýnandi bendir á að söngkonan hafi ávallt þótt óvenjuleg og engin breyting hafi verið á því í gærkvöld. Hún sé jafnvel enn furðulegri nú í ár, en áður. Gagnrýnandi blaðsins minnist líka tónleikanna sem Björk hélt á Hróarskeldu í júlí og segir að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum. Tónleikarnir þá hafi þó verið með því besta sem hann hefur séð í langan tíma. Hann hafi kunnað að meta tónlist Bjarkar enn betur í gær þegar hann heyrði hana að nýju.

Tónlist
Fréttamynd

Kjarnorkuárásanna á Japan minnst

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírosíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Glimmerskreytt geðveiki

Rafpoppararnir í Passion Pit sendu frá sér aðra breiðskífu sína á dögunum en hafa þurft að aflýsa tónleikum vegna slæmrar geðheilsu söngvarans.

Tónlist
Fréttamynd

Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg

"Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Védís hefur sólóferilinn að nýju

„Þetta er svo ríkt í mér og það sem gerir mig hamingjusamasta og það liggur beinast við að rækta garðinn sinn,“ segir söngkonan Védís Hervör Árnadóttir. Hún flytur eigin tónsmíðar í fyrsta sinn í langan tíma annað kvöld sem gestur Ragnheiðar Gröndal í tónleikaröð hennar á Café Haiti klukkan hálf tíu.

Tónlist
Fréttamynd

Málar á bakarí og verkstæði

Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk, segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Skemmtilegur subbuskapur

Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó.

Gagnrýni
Fréttamynd

Billy Corgan í fínu formi

Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri

„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis.

Menning
Fréttamynd

Voffinn verður ljón

Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu.

Tónlist
Fréttamynd

Kátir og klúrir Klaufar

Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata.

Gagnrýni
Fréttamynd

Annar hljómur, sömu lætin

Einar Örn og Curver fá hjálp frá David Byrne, Alan Vega og fleiri góðum gestum á nýju plötunni. Á heildina litið er Division of Culture and Tourism mjög flott Ghostigital-plata og ein af bestu plötum ársins til þessa. Tónlist Ghostigital er óvægin og höfðar ekki til allra. Hún fer seint í síspilun á Bylgjunni. Allir þeir sem eru til í smá læti ættu hins vegar hiklaust að tékka á þessari nýju plötu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Friðrik Dór syngur um Al Thani

"Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Hljómsveit sem eldist með reisn

Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn. Í blómabrekkunni er fín Mannakornaplata. Lög og textar svíkja ekki, útsetningarnar eru hágæða og tilgerðarlausar og Pálmi syngur jafn vel og áður.

Gagnrýni
Fréttamynd

Goðsögn í bókmenntaheiminum fellur frá

Bandaríski rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal lést á heimili sínu í Los Angeles í gær 86 ára gamall, en hann var af mörgum talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á 20. öld. Eitt verka hans olli straumhvörfum í menningarheiminum þar sem um var að ræða fyrsta skáldverkið vestanhafs þar sem aðalsöguhetjan var samkynhneigð.

Menning
Fréttamynd

Hví svo alvarlegur?

Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augað. Mig langar þó að þakka Nolan fyrir metnaðarfulla seríu og þá sérstaklega fyrir miðjumyndina. Honum hefur svo sannarlega tekist að leiðrétta mistök forvera síns, leikstjórans Joel Schumacher, sem breytti uppáhalds ofurhetjunni minni í súrrealískt BDSM-sirkusatriði og lét sauma á hana leðurgeirvörtur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hæggeng sveimtónlist í djassstíl

"Um er að ræða hæggenga og stemningsfulla sveimtónlist í aflöppuðum djassstíl,“ segir Pan Thorarensen, eða raftónlistarmaðurinn Beatmakin Troopa, inntur eftir lýsingu á tónlistinni á nýjustu plötu sinni, If You Fall You Fly. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu breiðskífu hans, Search for Peace, en hún fékk verðskuldaða athygli í raftónlistarheiminum hér og erlendis.

Tónlist
Fréttamynd

Barnadagur í Viðey á sunnudag

Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi...

Menning
Fréttamynd

Málar til að halda geðheilsu

Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart.

Menning