Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Dikta á mikilli siglingu

Dikta er nýskriðin heim til Íslands eftir vel heppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Sviss og stefnir á frekari útrás á komandi ári. Í kvöld heldur sveitin órafmagnaða tónleika í Vídalínskirkju en tónleikarnir eru orðnir árlegur viðburður hjá drengjunum og eins og undanfarin ár fá þeir með sér aðra tónlistarmenn úr Garðabænum.

Tónlist
Fréttamynd

Eminem spilar á Reading

Eminem hefur verið bókaður á tónlistarhátíðirnar í Reading og Leeds á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar á hátíðunum í rúman áratug, eða síðan 2001. Þá endaði hann tónleikana sína með því að syngja dúett með rokkaranum ófrýnilega, Marilyn Manson.

Tónlist
Fréttamynd

Byggt á hljóðmúrsgrunni

Dream Central Station geta verið stolt af þessari frumraun, þó tónlistin sé væntanlega ekki allra. Platan er þægileg í hlustun, og minnir um margt á rólegri plötur Jesus & Mary Chain, sem er í fínu lagi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Síbreytilegt Hyldýpi

Hópurinn Sublimi frumsýnir sviðsverkið Hyldýpi eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur í Gamla bíó á föstudag. Verkið er síbreytilegt og lagar sig að aðstæðum.

Menning
Fréttamynd

Ljómur í Garðakirkju

Tríóið Ljómur heldur jólatónleika í Garðakirkju næstkomandi sunnudag klukkan fimm. Á efnisskránni eru fjölbreytt klassísk jólalög, íslenskrar og erlendar Ave-Maríur og verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson

Menning
Fréttamynd

Lífið við endalok heimsins

Steinskrípin er stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Suður-amerísk stemning

Latínudeildin er vel unnin latín-plata með nýjum lögum eftir Ingva Þór Kormáksson og eru öll lögin bæði á íslensku og ensku.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jimmy Page í tónleikaferð

Jimmy Page, fyrrum gítarleikari Led Zeppelin, ætlar í sólótónleikaferð á næsta ári. Hann ætlaði að fara á þessu ári en varð að fresta því eftir að mynddiskurinn Celebration Day með endurkomutónleikum Zeppelin árið 2007 var gefinn út.

Tónlist
Fréttamynd

Saga um sögur um sögur

Fjarvera er svolítið eins og ættarmót þar sem safnast saman persónur annarra bóka Braga, án þess að þær eigi endilega allar skýrt eða ákveðið erindi. Einstakir kaflar sögunnar bera mörg bestu höfundareinkenni Braga. Á hinn bóginn eru hér líka kaflar sem hreyfa furðu lítið við lesanda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Frakkar hrífast af Auði

Bók Auðar Övu, Rigning í nóvember, hefur fengið mjög góð viðbrögð í Frakklandi síðan hún kom þar út í ágúst. Yfir sextíu þúsund eintök eru seld, auk þess sem bókin hefur fengið góða dóma í stórblöðunum Le Monde og Libération og í tískublaðinu Elle.

Menning
Fréttamynd

Með Mirstrument á Sónar

Mugison og Ásgeir Trausti hafa bæst í hóp þeirra listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni sem verður haldin í fyrsta sinn í Hörpu í febrúar. Mugison ætlar að koma fram með nýja og endurbætta útgáfu af hljóðfærinu sínu Mirstrument en

Tónlist
Fréttamynd

Túrandi ættarmót

Við höfum verið að vinna með UNICEF fyrir dag Rauða nefsins sem var í gær. Við gerðum lag sem heitir Öll í kór. Þetta var mjög skemmtileg vinna. Við fengum fjórtán gestasöngvara til þess að syngja með okkur. Við gerðum líka myndband við lagið ásamt Saga Film.

Tónlist
Fréttamynd

Áreynsluleysið kemur með mikilli áreynslu

Pétur Gunnarsson er í essinu sínu í Íslendingablokk, fyrstu skáldsögu sinni í átta ár, þar sem hann fléttar saman sögur nokkurra íbúa í blokk við Lönguhlíð. Hann segir að eftir 40 ára rithöfundarferil njóti hann þess enn að vakna og koma nýr að textanum á

Menning
Fréttamynd

Sá sem hefur drepið…

Nóvella Sigurjóns Magnússonar, Endimörk heimsins, segir söguna af því þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi í júlí 1918. Sagan er sögð af Pétri Jermakov, einum úr aftökusveitinni, 21 ári seinna. Þá hafa ýmsir af forsprökkunum sem fyrir aftökunni stóðu iðrast gerða sinna og heimurinn sameinast um að hún hafi verið hið versta níðingsverk.

Gagnrýni
Fréttamynd

Einleikur um vændi á Vinnslunni

Blíða nefnist einleikur eftir Guðmund Inga Þorvaldsson sem Lilja Nótt Þórarinsdóttir flytur á Norðurpólnum. Sýningin er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um 30 listamenn úr öllum listgreinum sýna verk sín.

Menning
Fréttamynd

Samningur í Bandaríkjunum

Bandaríski útgáfurisinn St. Martin‘s Press hefur tryggt sér Auðnina og Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í vor kom Aska út undir merkjum forlagsins en áður höfðu Þriðja táknið og Sér grefur gröf verið gefnar út í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru einn erfiðasti markaður í heimi fyrir þýðingar en þýddar bækur eru innan við tvö prósent útgefinna titla. Útgáfan St. Martins"s Press er með aðsetur í hinni sögufrægu Flatiron-byggingu á miðri Manhattan í New York, sem hefur komið við sögu í mörgum kvikmyndum, þar á meðal Spider-Man.

Menning
Fréttamynd

Heimilislegt og blátt áfram

Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi“-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Legend rýkur upp listana vestanhafs

Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum.

Tónlist
Fréttamynd

Fín fyrir fastagestina

Ballhljómsveit rifjar upp gamla slagara. Þetta er plata sem reikna má með að fastagestir á dansleikjum með sveitinni taki fagnandi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Furðuheimur vex á Heljarþröm

Heljarþröm nefnist önnur bókin í þríleiknum Saga eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen, sem hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi heldur víðar. Í bókinni er sögð saga ásanna sem lifðu af Ragnarrök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný.

Menning
Fréttamynd

Draugar í nútíð og fortíð

Yrsu tekst enn betur upp með draugasöguna en í Ég man þig. Æsispennandi á köflum og óvissan kitlandi. Spennandi og áhrifamikil draugasaga.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hægfara hrotti

Brad Pitt leikur leigumorðingja í þessum skrýtna, hægfara og hrottalega krimma, Ofbeldisatriðin eru nokkuð vel útfærð og líklega það eftirminnilegasta við myndina.

Gagnrýni