Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hjaltalín með plötu ársins

Hjaltalín á plötu ársins, Enter 4, og Háa C með Moses Hightower er lag ársins hjá blaðinu Reykjavík Grapevine, sem veitti fyrir skömmu sín fyrstu tónlistarverðlaun.

Tónlist
Fréttamynd

Gefa miða á stærstu danshátíð heims

"Þetta er stærsta danshátíð í heimi þar sem um 250 af frægustu plötusnúðum heims, frá 75 mismunandi löndum, spila tónlist í þrjá daga,“ segir plötusnúðurinn Ólafur Geir Jónsson um danshátíðina Tomorrowland, sem er haldin í Belgíu í lok júlí ár hvert. Um 200.000 miðar eru í boði á hátíðina, sem yfirleitt seljast upp á örfáum klukkutímum. "Það voru um 100 Íslendingar sem ætluðu að fara í hópferð í fyrra en svo fengu bara örfáir þeirra miða. Þetta er svakalega stórt og stækkar bara með hverju árinu, en þarna er að finna öll stærstu nöfnin í bransanum,“ segir Ólafur Geir, en á meðal þeirra sem þeyta skífum á hátíðinni eru David Guetta, Tiesto og Swedish House Mafia.

Tónlist
Fréttamynd

Magnaðar mannraunir

Áhorfendur mega búast við því að fá reglulega "eitthvað í augað". Mikilfengleg og hrollvekjandi. Leikhópurinn fær hæstu einkunn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Raunsæ og óvæmin ástarsaga

Ryð og bein segir frá sambandi hvalatemjara, og einstæðs föður sem keppir í ólöglegum hnefaleikum. Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Of mikil frekja til að verða leikari

Egill Heiðar Anton Pálsson er einn okkar best menntaði og víðförlasti sviðslistamaður. Hann hefur starfað sem leikstjóri víða um Evrópu, er prófessor í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, kennir við Listaháskóla Íslands og leikstýrði eigin leikgerð af kvikmynd eftir Kaurismäki hjá LA í haust. Hann er nú í Berlín að setja upp sýningu sem tengist matarást Leonardos da Vinci.

Menning
Fréttamynd

Með tvo umboðsmenn í London

Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika í Viðeyjarstofu í Viðey í kvöld. Þar kynnir hún sína fjórðu plötu, Moment, sem kom út fyrir jól.

Tónlist
Fréttamynd

Þakklát fyrir að vera leikkona

Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur Kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi:

Lífið
Fréttamynd

Mætir með tonn af búnaði

Raftónlistarmaðurinn Squarepusher kemur hingað til lands með rúmlega tonn af búnaði vegna tónleika sinna á Sónar-hátíðinni sem verður haldin í Hörpu um miðjan febrúar. Við þennan búnað bætist svo stærsti ljósaskjár sem til er á Íslandi sem verður sérstaklega settur upp í Silfurbergi, enda leggur tónlistarmaðurinn mikið upp úr sjónræna þættinum.

Tónlist
Fréttamynd

Árni tilnefndur til Brit

Árni Hjörvar Árnason og félagar tilnefndir sem besta breska tónleikasveitin ásamt The Rolling Stones, Coldplay, Muse og Mumford and Sons. Brit-verðlaunin verða afhent í London 20. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Gamanleikur með broddi

Í leikritinu Nanna systir koma upp málefni á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag," segir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri.

Menning
Fréttamynd

Kynna Airwaves í París

Hljómsveitirnar Ghostigital og Epic Rain spila í París 31. janúar á tónlistarviðburði sem tengist Iceland Airwaves-hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Sykursætt sambland af poppi og pönki

Hljómsveitin Blondie kemur strax upp í hugann þegar maður hlustar á Gull og vitleysu. Söngrödd Hafdísar Dýrðarsöngkonu er ekki ósvipuð Debbie Harry og lögin eru mörg einföld keyrslurokklög með grípandi viðlögum, eins og hjá Blondie. Dýrðin spilar sykursætt og melódískt pönkpopp.

Gagnrýni
Fréttamynd

Öfgarokk í Efstaleitinu

Þrátt fyrir að vinna hjá hinu virðulega Ríkisútvarpi sækja rokkþyrstu fjölmiðlamennirnir Andri Freyr Viðarsson, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson í harðasta hávaðagargið sem fyrirfinnst í heimi hér.

Tónlist
Fréttamynd

Tengdir fjölskylduböndum

Kvikmyndirnar Amour og The Intouchables eru framlög Austurríkis og Frakklands til Óskarsverðlaunanna í ár. Aðalleikarar myndanna, Jean-Louis Trintignant og François Cluzet, eru tengdir fjölskylduböndum. Cluzet á soninn Paul með Marie Trintignant, dóttur Jean-Louis. Marie var þekkt leikkona og leikstjóri en lést eftir að kærasti hennar, franski söngvarinn Bertrand Cantat, hafði barið hana ítrekað í höfuðið eftir rifrildi.

Menning
Fréttamynd

Amour frumsýnd á Íslandi annað kvöld

Kvikmyndin Amour er fimmta myndin í sögunni sem er bæði tilnefnd sem besta mynd og sem besta erlenda mynd á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún er einnig tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit og aðalleikkonu. Hún segir frá Georges, sem þarf að endurmeta framtíð sína þegar eiginkona hans veikist mjög alvarlega.

Menning
Fréttamynd

Frá bollum til bókar

Ég býst við því að þetta sé ekki síðasta bókin sem mun birtast um furðuverurnar í Tulipop, og vonandi mun sú næsta ná betri tökum á hönnun myndabókarinnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA

Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado.

Menning
Fréttamynd

Lincoln með 10 Bafta-tilnefningar - Bond með átta

Lincoln fékk flestar tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna, eða tíu talsins, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikarann, Daniel Day-Lewis. Athygli vekur að leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg, hlaut ekki tilnefningu sem besti leikstjórinn.

Menning
Fréttamynd

Leikið með tímann

Tíminn er viðfangsefni sýningarinnar Stundarbrot sem frumsýnd verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins, segir vangaveltur um tímann vekja upp spurningar um líf og dauða.

Menning