Cleveland með 20 þrista í sigri á Haukunum Leikmenn Cleveland Cavaliers settu niður 20 þriggja stiga skot í 123-114 sigri á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 13. desember 2017 07:19
Grindvíkingar senda Whack heim Bandaríkjamaðurinn Rashad Whack er á förum frá Grindavík. Þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, í samtali við Vísi í dag. Körfubolti 12. desember 2017 12:44
Blikar fengu bikarmeistarana Dregið verður til undanúrslita Maltbikarsins í körfubolta í dag. Vísir er með beina textalýsingu frá drættinum. Körfubolti 12. desember 2017 12:15
LaVar Ball búinn að koma tveimur yngstu sonunum til Litháens Kjaftaskurinn LaVar Ball er búinn að koma tveimur yngri sonum sínum, LiAngelo og LaMelo, í atvinnumennsku. Ball-bræðurnir sömdu báðir til eins árs við litháíska félagið Prienu Vyautas. Körfubolti 12. desember 2017 09:30
Tíu sigrar í röð hjá Houston | Myndbönd James Harden skoraði 26 stig og gaf 17 stoðsendingar þegar Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans að velli, 130-123, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 12. desember 2017 07:16
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 68-87 | KR-ingar gæddu sér á bitlausum ljónum KR er komið í undanúrslit í Maltbikarnum eftir öruggan og þægilegan sigur gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni. Körfubolti 11. desember 2017 23:00
Blikarnir hentu Hetti úr bikarnum 1. deildarlið Breiðabliks er komið í undanúrslit Malt-bikarsins eftir dramatískan sigur á úrvalsdeildarliði Hattar í framlengdum leik í kvöld. Körfubolti 11. desember 2017 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 78-74 | Stólarnir of sterkir fyrir Breiðhyltinga Stólarnir voru grimmari og sóttu mjög sætan bikarsigur. Körfubolti 11. desember 2017 21:15
Boston aftur á sigurbraut | Myndbönd Boston Celtics komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 81-91, í nótt. Körfubolti 11. desember 2017 07:30
Curry og Beckham í gifsi frá Össur Stephen Curry, einn besti maður bandarísku NBA deildarinnar, er frá góðu gamni þessa dagana en hann er að glíma við meiðsli á ökkla. Hann er þó í góðum höndum því hann gengur um í göngugifsi frá Össur. Sport 10. desember 2017 23:00
Framlenging: 4+1 reglan ástæðan fyrir spennunni í Domino's deildinni Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. Körfubolti 10. desember 2017 22:30
Snæfell fer í undanúrslit eftir hörkuspennu í Stykkishólmi Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 10. desember 2017 20:52
Tap hjá Ægi og félögum Ægir Þór Steinarsson var í liði Tau Castello sem tapaði fyrir Carramimbre Valladolid í spænsku 1. deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 10. desember 2017 20:30
Haukar í undanúrslit Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta með sigri á Keflavík í hörkuleik suður með sjó. Körfubolti 10. desember 2017 17:42
Keflavík í undanúrslit eftir sigur á KR Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu öruggan tuttugu stiga sigur á 1. deildar liði KR í 8-liða úrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta í Keflavík í dag. Körfubolti 10. desember 2017 16:18
Domino's Körfuboltakvöld: Ef Logi er rekinn út af leik er eitthvað að Logi Gunnarsson fékk óíþróttamannslega villu í leik Tindastóls og Njarðvíkur í Domino's deild karla í körfubolta á fimmtudag og svo tæknivillu seinna í leiknum, sem þýddi að honum var vísað úr húsi miðað við reglur körfuboltans. Körfubolti 10. desember 2017 12:00
Kristinn á leið til Íslands Hefur verið orðaður við uppeldisfélagið Njarðvík hér á landi. Körfubolti 10. desember 2017 09:48
Harden með 48 stig í níunda sigri Rockets í röð Það þarf ekki að koma neinum á óvart að James Harden og Lebron James voru báðir magnaðir í nótt í sigrum liða sinna. Houston Rockets unnu endurkomusigur í Portland og Cleveland Cavaliers unnu sigur á heimavelli gegn ungu liði Philadelphia 76ers. Körfubolti 10. desember 2017 09:12
Domino's Körfuboltakvöld: Þessi voru best í Domino's deildunum Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Körfubolti 10. desember 2017 08:00
Domino's Körfuboltakvöld: Fannar skammar Kristó fyrir að reyna sniðskot Mistök sem mönnum verða á í hita leiksins í Domino's deild karla í körfubolta gleymast oft ekki svo fljótt, því Fannar Ólafsson, körfuboltasérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds, man allt og skammar menn reglulega fyrir klúður sín. Körfubolti 9. desember 2017 23:30
Elvar Már frábær í tvíframlengdum leik Tvíframlengja þurfti leik Barry og Tampa í bandaríska háskólaboltanum í kvöld. Elvar Már Friðriksson hefði getað tryggt Barry sigurinn eftir fyrri framlenginguna, en flautuþristur hans geigaði og lengja þurfti leikinn aftur um fimm mínútur. Körfubolti 9. desember 2017 23:15
Domino's Körfuboltakvöld: Whack er "ekki gott copy-paste“ af Lewis Clinch Mikil óánægja ríkir meðal ýmissa stuðningsmanna liði Grindavíkur í Domino's deild karla í körfubolta um erlenda leikmann liðsins, Rashad Whack. Þar fremstur í flokki fer Jón Axel Guðmundsson, ein skærasta stjarna Grindavíkur. Körfubolti 9. desember 2017 22:30
Hildur Björg stigahæst í sigri Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur í Laboratorios unnu Vega Lagunera í spænsku 1. deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 9. desember 2017 21:42
Haukur Helgi besti maður Cholet í stórtapi Strasbourg valtaði yfir Cholet 88-54 í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 9. desember 2017 20:38
Domino's Körfuboltakvöld: Þessi stóðu upp úr í nóvember Séfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu í gær upp nóvembermánuð. Völdu þeir leikmenn mánaðarins, karla- og kvennamegin og tilþrif mánaðarins. Þá kusu lesendur Vísis leikmenn mánaðarins. Körfubolti 9. desember 2017 18:30
Kobe Bryant peppaði Ernina NBA goðsögnin Kobe Bryant hélt í gær peppræðu fyrir leikmenn Philadelphia Eagles, sem mæta Los Angeles Rams í NFL deildinni á morgun. Kobe er fæddur og uppalinn í Philadelphia og segist vera einn stærsti aðdáandi Eagles liðsins. Körfubolti 9. desember 2017 14:14
Sigurgöngu Cleveland Cavaliers lauk í Indiana 13 leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Varð Pacers þar með fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili. Körfubolti 9. desember 2017 10:33
Martin allt í öllu þegar Chalons-Reims endaði taphrinuna Martin Hermannsson átti mjög góðan leik í kvöld þegar lið hans Chalons-Reims endaði fimm leikja taphrinu í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 8. desember 2017 20:49
Umfjöllun: Þór Þorl. - Þór Ak. 99-62 | Létt hjá Þorlákshöfn í uppgjöri Þórsliðanna Þór Þorlákshöfn vann 37 stiga stórsigur á nöfnum sínum frá Akureyri, 99-62, í lokaleik tíundu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Akureyringar mættu án tveggja bestu leikmanna sinna og áttu aldrei möguleika í kvöld. Körfubolti 8. desember 2017 20:45
Jakob frábær í fjórða leikhluta í flottum sigri Borås Íslenski landsliðsbakvörðurinn Jakob Örn Sigurðarson var sjóðheitur í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 8. desember 2017 19:49