Klinkið

Klinkið

Klinkið er spjallþáttur um viðskipti og efnahagsmál.

Fréttamynd

Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan

Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja hækka laun Landsbankastjóra

Starfskjör bankastjóra Landsbankans og helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamarkaði, en þó ekki leiðandi. Þetta kemur fram í nýrri starfskjarastefnu Landsbanka Íslands sem samþykkt var á aðalfundi bankans í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland er „jarðhitarisi“ - miklar áskoranir framundan í orkumálum heimsins

"Ísland er lítið land, en risi á sviði jarðhita,“ segir Dr. Sri Mulyani Indrawati, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans og fyrrverandi fjármálaráðherra Indónesíu. Hún telur sérþekkingu á Íslandi, á sviði jarðhitanýtingar og nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, geta hjálpað ríkjum heims að takast á við miklar áskoranir á sviði orkumála sem heimurinn stendur nú frammi fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

"Við þurfum að láta vita af okkur“

"Það skiptir máli að við látum vita af okkur, og hvað við höfum upp á að bjóða," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, um þau tækifæri sem Ísland, og ekki síst Norðurland, standi frammi fyrir vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórlindur: Einfaldlega ekki boðlegt að vera með krónu í höftum

"Fólk finnur fyrir ókostum krónunnar á eigin skinni. Það er ekki kostur í mínum huga að vera með krónu í höftum, það einfaldlega gengur ekki upp,“ segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins. Þórlindur er gestur nýjasta þáttar Klinksins og ræðir þar meðal annars um tillögur nefndarinnar sem hann stýrir, og hefur lagt fram fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 24. febrúar nk.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Augljóst að fólk á erfitt með að ná endum saman

Íbúar á landsbyggðinni eyða umtalsvert meira fé í matarinnkaup í búðum, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og stór hluti almennings á í erfiðleikum með að láta enda saman um hver mánaðarmót. Þetta er eitt af því sem á lesa út úr gögnum, sem fréttastofa fékk hugbúnaðarfyrirtækið Meniga til þess að taka saman.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efnahagsleg "rússíbanareið“

Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil "rússíbanareið“. Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars

Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns

"Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða,“ segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann gestur nýjast þáttar Klinksins sem aðgengilegur er hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri Vodafone: Símamarkaðurinn á fleygiferð

Ómar Svavarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á símamarkaði, bæði hér á landi og erlendis, að undanförnu og gagnaflutningar, m.a. vegna snjallsímanotkunar, hafi margfaldast og þannig breikkað tekjumöguleika fjarskiptafyrirtækja. Markaðurinn sé að þróast ört, en hefðbundin símanotkun sé þó enn grunnstofninn í tekjum símafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum

Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. "Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður,“ segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð: Draumastjórnin er miðjustjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist sannfærður um að það verði gott fyrir flokkinn, að hann bjóði fram krafta sína fyrir Norð-Austurkjördæmi í næstu þingkosningum. Hann segist opinn fyrir samstarfi til hægri og vinstri eftir kosningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt

Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu

Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.