Vilja hækka laun Landsbankastjóra Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. apríl 2013 20:08 Steinþór Pálsson forstjóri Landsbanka Íslands. Starfskjör bankastjóra Landsbankans og helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamarkaði, en þó ekki leiðandi. Þetta kemur fram í nýrri starfskjarastefnu Landsbanka Íslands sem samþykkt var á aðalfundi bankans í dag. Í samþykktri starfskjarastefnu kemur einnig fram að samkvæmt samningi Landsbankans hf og LBI, þrotabús gamla Landsbankans, frá 15. desember 2009 sé kveðið á um að Landsbankinn komi á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn. Kerfið skuli vera í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um slík kerfi hjá fjármálafyrirtækjum. Tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingm á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafarfund. Fram að því er bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Um laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, hefur töluvert verið rætt að undanförnu. Vegna laga um kjararáð, sem sett voru eftir bankahrun, og kváðu á um að þeir sem undir ráðið heyrðu skyldu ekki vera með hærri laun en forsætisráðherra hefur Steinþór verið með lægri laun en forstjóri Íslandsbanka og Arion banka. Steinþór sagði sjálfur við Klinkið, hér á Vísi í lok árs 2011, að hann teldi laun sín ekki samkeppnishæf. Hann sagðist vonast til þess að lögum yrði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf. Klinkið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Starfskjör bankastjóra Landsbankans og helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamarkaði, en þó ekki leiðandi. Þetta kemur fram í nýrri starfskjarastefnu Landsbanka Íslands sem samþykkt var á aðalfundi bankans í dag. Í samþykktri starfskjarastefnu kemur einnig fram að samkvæmt samningi Landsbankans hf og LBI, þrotabús gamla Landsbankans, frá 15. desember 2009 sé kveðið á um að Landsbankinn komi á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn. Kerfið skuli vera í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um slík kerfi hjá fjármálafyrirtækjum. Tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingm á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafarfund. Fram að því er bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Um laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, hefur töluvert verið rætt að undanförnu. Vegna laga um kjararáð, sem sett voru eftir bankahrun, og kváðu á um að þeir sem undir ráðið heyrðu skyldu ekki vera með hærri laun en forsætisráðherra hefur Steinþór verið með lægri laun en forstjóri Íslandsbanka og Arion banka. Steinþór sagði sjálfur við Klinkið, hér á Vísi í lok árs 2011, að hann teldi laun sín ekki samkeppnishæf. Hann sagðist vonast til þess að lögum yrði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.
Klinkið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira