Uppgreiðsluvandinn enn myllusteinn um háls Íbúðalánasjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2014 21:30 Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans. Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans.
Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira