Ólafur Ragnar áttaði sig samstundis á möguleikum Startup Iceland Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2014 11:06 Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert. Klinkið Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert.
Klinkið Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira