
„Sorglegt“ ef pökkunum undir trénu fer ekki að fjölga
Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér.
Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.
Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér.
Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.
Það er óhætt að segja að það sé afar blómleg verslun þessa dagana í Blómaheildsölunni Samasem sem staðsett er á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Eflaust hafa margir vegfarendur sem leið eiga framhjá þessum gatnamótum tekið eftir hinum stóru og glæsilegu jólakrönsum sem skreyta blómaheildsöluna með miklum myndarbrag.
Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag.
Gallery Port opnar sína áttundu jólasýningu á morgun, laugardaginn 2. desember. Sýningin heitir Jólagestir Gallery Port og yfir 60 listamenn taka þátt.
Jólin eru tími hefða og hátíðleika og Nóa konfekt er fyrir löngu orðið ómissandi hluti af jólahefðum stórs hluta þjóðarinnar.
Jólin nálgast óðfluga og er ekki seinna vænna en að hefja leitina að hinu fullkomna hátíðardressi. Glimmer, glamúr og pallíettur einkenna hátíðina sem endurspeglast í fjölbreyttu úrvali fatnaðar og fylgihluta.
Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnir á reykskynjarann nú í aðdraganda jóla en 1. desember er formlegur dagur öryggistækisins. Eru allir landsmenn hvattir til að huga að brunavörnum heimilisins.
Við erum flest meðvituð um það álag sem hvílir á verslunarfólki um jólin. Og annað stress sem mögulega getur haft áhrif á dagsformið okkar.
Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni.
Aðventugleði Grindvíkinga verður haldin fimmtudaginn 7. desember á Ásvöllum í Hafnarfirði. Grétar Örvarsson úr Stjórninni hafði frumkvæði að veislunni.
Tónlistarmaðurinn Shane MacGowan, söngvari hljómsveitarinnar The Pogues, er látinn 65 ára að aldri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartré ársins í Heiðmörk í hádeginu í dag. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti í strætóskýlið við Lækjartorg til að taka á móti Jólaálfi SÁÁ, sem að þessu sinni kom til byggða með strætó.
„Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði.
Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg.
Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum.
Jólaundirbúningur landsmanna hefur gert vart við sig með tilheyrandi jólaveislum, tónleikum og gleði. Stjörnur landsins voru duglegar að njóta lífsins í liðinni viku að vanda.
„Ég var svo undarlegt barn. Ég bað um hluti sem enginn annar bað um í jólagjöf,“ segir Björgvin Franz Gíslason, leikari spurður um eftirlætis jólaminningu sína.
„Við viljum lýsa upp skammdegið og hjá okkur eru því Bjartir dagar í BYKO í kringum svartan föstudag. Við gerðum þetta fyrst í fyrra og vakti mikla lukku,“ segir Sigurjón Ólafsson, verslunarstjóri BYKO Breidd. Fjölbreyttar vörur eru á afslætti út mánudag í verslunum BYKO.
„Ég myndi segja að þetta sé akkúrat lagið sem kemur þér í jólaskap og jafnvel út á dansgólfið,” segir Gunnar Ingi Guðmundsson lagahöfundur. Lagið Kósíkvöld í des kom nýverið á streymisveitur en þau Rakel Pálsdóttir og Kjalar Martini Kollmar sjá um flutninginn.
Sumir eiga allt, aðrir vilja ekki hvað sem og enn öðrum er nánast ekki hægt að gera til hæfis. Það getur verið snúið að finna réttu jólagjafirnar fyrir alla, eða hvað? Stærsta vefverslun Norðurlandanna kemur til bjargar.
Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða.
Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla!
Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.
Þakkargjörðarhátíð er á morgun fimmtudag. Þessi skemmtilega ameríska hefð hefur náð fótfestu á Íslandi og sífellt fleiri íslenskar fjölskyldur og vinahópar elda kalkún í kringum hátíðina. Það eru ekki allir sem leggja í að elda heilan kalkún enda er það flóknari knúst eða eru mögulega að elda fyrir fáa - þá er tilvalið að elda Ali Sous vide kalkúnabringur.
Einar Skúlason, í gönguhópnum Vesen og vergangi, ætlar í desember að ganga 280 kílómetra leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Við komu til Akureyrar ætlar hann að dreifa í hús jólakortum til fólks og fyrirtækja.
Mikill fjöldi mætti í Smáralind á laugardag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð og pakkasöfnunin Pakkajól hófst.
Kolsvört vika er hafin í Verkfærasölunni. Hægt er að gera frábær kaup en 25% afsláttur er af öllum Ryobi verkfærum og 15 til 25% af öðrum vörumerkjum. Kaupauki fylgir kaupum á verkfærum frá Milwaukee og þá eru jóladagatölin frábær glaðningur á aðventunni.