Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guðjón tryggði Val Reykjavíkurmeistaratitilinn

Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Val 1-0 sigur á KR í úrslitaleik Reykavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld. Guðjón sem kom til Vals frá Haukum í vetur skoraði eina mark leiksins meðm stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR með fjögur mörk og sigur gegn Stjörnunni

ÍR vann 4-3 sigur á Pepsi-deildarliði Stjörnunnar í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Árni Freyr Guðnason tryggði ÍR-ingum sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma effir að Stjarnan hafði verið 3-2 yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín jafnaði met Rúnars

Katrín Jónsdóttir jafnaði í gær met Rúnars Kristinssonar er hún lék sinn 104. A-landsleik þegar Ísland vann Kína, 2-1, á Algarve Cup. Rúnar lék á sínum tíma jafn marga leiki með A-landsliði karla. Hún getur bætt metið þegar að Ísland mætir Danmörku á mánudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Spjaldaglaðasti dómari HM-sögunnar fyrirlesari hjá íslenskum dómurum

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum. Dómarar hafa verið við æfingar frá því 1. nóvember undir stjórn Egils Eiðssonar en auk þess hafa kennarar og nemendur úr Háskólanum í Reykjavík komið að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum

Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur rekinn frá Víkingi

Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Berglind Björg kölluð til Algarve

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur valið Berglindi Björg Þorvaldsdóttur úr ÍBV inn í hópinn sem tekur nú þátt á Algarve-bikarnum í Portúgal en íslenska liðið vann sögulegan sigur á Svíum í fyrsta leiknum í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór fór illa með Selfoss í Lengjubikarnum

Þrír leikir fóru fram í dag í Lengjubikarnum. Selfyssingar voru teknar í kennslustund á Akureyri þar sem þeir mættu Þór. Heimamenn skoruðu alls átta mörk en leikurinn fór 8-0. Markaskor var vel dreift hjá Þór en Atli Sigurjónsson skoraði tvívegis.

Fótbolti
Fréttamynd

Jósef á leið til Búlgaríu

Bakvörðurinn sterki Jósef Kristinn Jósefsson mun ekki spila með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar því hann er farinn til Búlgaríu þar sem hann mun skrifa undir samning við PSFC Chernomorets Burgas.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leynilisti Leifs þjálfara lak út

Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á li

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Georg Markan vantar leikskilning

Í excel-skjali sem Vísir hefur undir höndum má finna stöðumat leikmanna Víkings í Pepsi-deildinni. Matið er gert af þjálfaranum, Leifi Garðarssyni, og var fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingólfur Sigurðsson fer aftur í KR

Ingólfur Sigurðsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KR að nýju en hann var leystur undan samningi við hollenska félagið Heerenveen á dögunum og var í kjölfarið orðaður við æskufélag sitt Val. Ingólfur mun hinsvegar spila með KR-ingum í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn