Katrín: Við setjum markið hátt Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði verður í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í kvöld er það tekur á móti Búlgaríu í undankeppni EM. Fótbolti 19. maí 2011 15:00
Margrét Lára: Eigum að vinna þennan leik Margrét Lára Viðarsdóttir verður í byrjunarliði Íslands í kvöld gegn Búlgaríu í undankeppni EM og það mun mæða mikið á henni í sóknarleik íslenska liðsins. Fótbolti 19. maí 2011 12:45
Fanndís í byrjunarliðinu á móti Búlgaríu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyri leikinn á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2013. Íslenski boltinn 18. maí 2011 20:45
Pepsimörkin: Undirbúningur dómara fyrir leik Í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport s.l. mánudag ræddi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður við dómaratríóið sem dæmdi leik KR og Keflavíkur í 2. umferð Íslandsmóts karla í fótbolta. Gunnar Jarl Jónsson, Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson fóru yfir ýmsa hluti með Guðjóni. Aðstoðardómararnir sögðu við Guðjón að þeir heyri lítið af því sem sagt er við þá á hliðarlínunni. Íslenski boltinn 18. maí 2011 10:15
Valur greiddi eina milljón fyrir Ingólf Friðjón Fríðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, braut ákveðið blað í íslenskri knattspyrnusögu í dag þegar hann greindi frá kaupverði Ingólfs Sigurðssonar frá KR í Val. Venjulega eru íslensk félög algerlega ófáanleg til þess að staðfesta kaupverð á leikmönnum en Friðjón vildi opinbera töluna til þess að drepa slúðursögur. Íslenski boltinn 17. maí 2011 14:43
Ingólfur biður KR-inga afsökunar Fátt hefur verið um meira rætt síðustu daga en knattspyrnumanninn unga, Ingólf Sigurðsson. Hann gerði allt vitlaust er hann sagði ungum leikmönnum að halda sig frá KR. Í kjölfarið lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér að gera allt sem hann gæti til þess að losna frá KR. Íslenski boltinn 17. maí 2011 13:31
Pepsimörkin: Ég var bara að stríða honum „Ég var bara að stríða honum, Jói er fínn á línunni, þetta var bara grín hjá okkur og ekkert að þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að hann var spurður út í spaugilegt atvik sem átti sér stað við hliðarlínuna í leik ÍBV og Breiðabliks í fjórðu umferð Pepsideildar karla. Íslenski boltinn 17. maí 2011 11:45
Einhverjir stuðningsmenn FH kölluðu leikmenn ræfla og aumingja Ljót uppákoma átti sér stað eftir leik FH og Víkings í gær. Margir stuðningsmenn FH voru langt frá því að vera sáttir við sitt lið í gær gegn Víkingi enda var FH að leika afar illa. Flestir héldu þó ró sinni eftir leik en einhverjir þeirra misstu stjórn á skapi sínu eftir leikinn og létu leikmenn heyra það. Íslenski boltinn 17. maí 2011 11:15
Pepsimörkin: Framherjakaup Breiðabliks vekja upp spurningar Íslandsmeistaralið Breiðabliks var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að kaup liðsins á ástralska framherjanum Dylan MacAllister voru rauði þráðurinn í því samtali. Íslenski boltinn 17. maí 2011 10:45
Pepsimörkin: Komin tími til að krakkinn hendi frá sér farsímanum "KR-liðið er gríðarlega sterkt og skipað fjölmörgum fyrrum atvinnumönnum,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær eftir fjórðu umferð Íslandsmótsins í fótbolta. Íslenski boltinn 17. maí 2011 09:30
Pepsimörkin: Tilþrif og mörk úr 4. umferð skreytt með dúndur tónlist Að venju var boðið upp á öll mörkin og tilþrifin úr leikjum Pepsideildar karla í fótbolta í gær í samantektarþætti Stöðvar 2 sport. Þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason yfir gang mála í fjórðu umferð og hér má sjá samantektina – þar sem tónlist frá Rage Against the Machine réð ríkjum en lagið heitir Renegades Of Funk. Íslenski boltinn 17. maí 2011 08:30
Vandræði hjá meistaraefnunum í FH - myndir FH-ingar náðu bara 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla í gærkvöldi og hafa því tapað 7 stigum í fyrstu fjórum umferðunum. Íslenski boltinn 17. maí 2011 08:00
Pepsimörkin: Andskotans kona ertu Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs var með sterkan norðlenskar áherslur í orðavali sínu þegar hann lét Bjarna Guðjónsson heyra það í Frostaskjólinu í gær í 3-1 sigri KR gegn nýliðinum frá Akureyri. Jóhann hefur eflaust ekki veitt því athygli að fyrir utan völlinn voru hljóðnemar fyrir útsendingu Stöðvar 2 sport og það fór ekkert á milli mála að Jóhann var ósáttur við fyrirliða KR. Atvikið var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason fóru yfir stöðuna. Íslenski boltinn 17. maí 2011 07:30
KR-ingar í fínum málum á toppnum - myndir KR-ingar eru á skriði í Pepsi-deild karla eftir 3-1 sigur á Þór á KR-vellinum í gær. KR-ingar eru þar með tveggja stiga forskot á toppnum og hafa náð að 10 af 12 mögulegum stigum í fyrstu fjórum leikjunum. Íslenski boltinn 17. maí 2011 07:00
Hannes: Frammistaðan okkur ekki til framdráttar "Þetta var alls ekki ásættanlegt. Okkar frammistaða í dag er okkur ekki til framdráttar. Það er alveg ljóst," sagði Hannes Þorsteinn Sigurðsson, markaskorari FH-inga, eftir jafnteflið við Víking í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:42
Andri: Hefðum getað tekið þrjú stig "Það er mjög ásættanlegt að fá stig hér. Það var mikið vinnuframlag hjá mínu liði og við gáfum þeim engan frið. FH klárlega betra fótboltaliðið en ég skal ekkert segja um hvort þeirra leikur hafi verið áhrifaríkari. Eftir á að hyggja hefði ég verið sáttur við þrjú stig miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir jafnteflið við FH í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:37
Bjarni: Áttum von á mótspyrnunni Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark sinna manna gegn Þór á KR-vellinum í kvöld. Niðurstaðan var 3-1 sigur. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:32
Björn Daníel: Mætum til leiks eins og aumingjar FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Víking í kvöld enda gátu FH-ingar lítið í leiknum og máttu þakka fyrir stigið. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:30
Willum: Samstaðan í liðinu var gríðarleg Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var að vonum sáttur í leikslok eftir góðan 2-0 sigur í Suðurnesjaslagnum í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:24
Atli Jens: Vorum enn á Akureyri þegar leikurinn byrjaði Varnarmaðurinn Atli Jens Albertsson átti stórleik í vörn Þórsara og kom í veg fyrir stærri sigur KR-inga í leik liðanna í kvöld. KR vann þó 3-1 sigur að lokum. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:24
Helgi Sig: Við hefðum átt að vinna Hinn 37 ára gamli Helgi Sigurðsson var magnaður í liði Víkings í kvöld. Hann hljóp endalaust og sífellt að gera varnarmönnum FH lífið leitt með dugnaði sínum. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:24
Ólafur Örn: Vantar herslumuninn Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur getur verið sáttur við margt í leik sinna manna gegn Keflavík í kvöld þrátt fyrir 2-0 tap. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:20
Rúnar: Gaman að mæta Þórsurum Rúnar Kristinsson var hæstánægður með sína menn eftir 3-1 sigur á Þór á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:16
Heimir: Hugarfarið er vandamál liðsins Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þungur á brún eftir jafnteflið gegn Víkingi í dag. Heimir kom ekki út úr búningsklefa FH fyrr en um hálftíma eftir leik þegar flestir fjölmiðlar voru farnir heim á leið. Íslenski boltinn 16. maí 2011 22:13
Umfjöllun: Góð byrjun dugði KR KR vann í kvöld 3-1 sigur á Þór á heimavelli sínum í vesturbænum og er fyrir vikið með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn 16. maí 2011 19:00
Sigursteinn Gíslason í leyfi frá þjálfun Leiknis vegna veikinda Sigursteinn Gíslason mun ekki stýra liði Leiknis á næstunni en Stjórn knattspyrnudeildar Leiknis sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Íslenski boltinn 16. maí 2011 18:52
Boltavarpið: FH - Víkingur í beinni Vísir er með beina netvarpslýsingu frá viðureign FH og Víkings í 4. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 16. maí 2011 18:30
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á sama stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 16. maí 2011 18:30
Umfjöllun: Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2011 18:15
ESPN fjallar um fögn Stjörnumanna Þó svo Stjörnumenn séu hættir að fagna á sinn einstaka hátt er ekki hætt að fjalla um þá í erlendum sjónvarpsþáttum. ESPN hefur nú birt á netinu stórskemmtilega umfjöllun sína um Stjörnustrákana og fögnin frægu. Íslenski boltinn 16. maí 2011 16:45