Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Katrín: Við setjum markið hátt

Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði verður í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í kvöld er það tekur á móti Búlgaríu í undankeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepsimörkin: Undirbúningur dómara fyrir leik

Í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport s.l. mánudag ræddi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður við dómaratríóið sem dæmdi leik KR og Keflavíkur í 2. umferð Íslandsmóts karla í fótbolta. Gunnar Jarl Jónsson, Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson fóru yfir ýmsa hluti með Guðjóni. Aðstoðardómararnir sögðu við Guðjón að þeir heyri lítið af því sem sagt er við þá á hliðarlínunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur greiddi eina milljón fyrir Ingólf

Friðjón Fríðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, braut ákveðið blað í íslenskri knattspyrnusögu í dag þegar hann greindi frá kaupverði Ingólfs Sigurðssonar frá KR í Val. Venjulega eru íslensk félög algerlega ófáanleg til þess að staðfesta kaupverð á leikmönnum en Friðjón vildi opinbera töluna til þess að drepa slúðursögur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingólfur biður KR-inga afsökunar

Fátt hefur verið um meira rætt síðustu daga en knattspyrnumanninn unga, Ingólf Sigurðsson. Hann gerði allt vitlaust er hann sagði ungum leikmönnum að halda sig frá KR. Í kjölfarið lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér að gera allt sem hann gæti til þess að losna frá KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Ég var bara að stríða honum

„Ég var bara að stríða honum, Jói er fínn á línunni, þetta var bara grín hjá okkur og ekkert að þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að hann var spurður út í spaugilegt atvik sem átti sér stað við hliðarlínuna í leik ÍBV og Breiðabliks í fjórðu umferð Pepsideildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Einhverjir stuðningsmenn FH kölluðu leikmenn ræfla og aumingja

Ljót uppákoma átti sér stað eftir leik FH og Víkings í gær. Margir stuðningsmenn FH voru langt frá því að vera sáttir við sitt lið í gær gegn Víkingi enda var FH að leika afar illa. Flestir héldu þó ró sinni eftir leik en einhverjir þeirra misstu stjórn á skapi sínu eftir leikinn og létu leikmenn heyra það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Tilþrif og mörk úr 4. umferð skreytt með dúndur tónlist

Að venju var boðið upp á öll mörkin og tilþrifin úr leikjum Pepsideildar karla í fótbolta í gær í samantektarþætti Stöðvar 2 sport. Þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason yfir gang mála í fjórðu umferð og hér má sjá samantektina – þar sem tónlist frá Rage Against the Machine réð ríkjum en lagið heitir Renegades Of Funk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Andskotans kona ertu

Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs var með sterkan norðlenskar áherslur í orðavali sínu þegar hann lét Bjarna Guðjónsson heyra það í Frostaskjólinu í gær í 3-1 sigri KR gegn nýliðinum frá Akureyri. Jóhann hefur eflaust ekki veitt því athygli að fyrir utan völlinn voru hljóðnemar fyrir útsendingu Stöðvar 2 sport og það fór ekkert á milli mála að Jóhann var ósáttur við fyrirliða KR. Atvikið var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason fóru yfir stöðuna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri: Hefðum getað tekið þrjú stig

"Það er mjög ásættanlegt að fá stig hér. Það var mikið vinnuframlag hjá mínu liði og við gáfum þeim engan frið. FH klárlega betra fótboltaliðið en ég skal ekkert segja um hvort þeirra leikur hafi verið áhrifaríkari. Eftir á að hyggja hefði ég verið sáttur við þrjú stig miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir jafnteflið við FH í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Hugarfarið er vandamál liðsins

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þungur á brún eftir jafnteflið gegn Víkingi í dag. Heimir kom ekki út úr búningsklefa FH fyrr en um hálftíma eftir leik þegar flestir fjölmiðlar voru farnir heim á leið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ESPN fjallar um fögn Stjörnumanna

Þó svo Stjörnumenn séu hættir að fagna á sinn einstaka hátt er ekki hætt að fjalla um þá í erlendum sjónvarpsþáttum. ESPN hefur nú birt á netinu stórskemmtilega umfjöllun sína um Stjörnustrákana og fögnin frægu.

Íslenski boltinn