Arnar leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra. Íslenski boltinn 2. mars 2012 18:49
Steingrímur Jóhannesson fallinn frá Einn mesti markahrókur íslenska boltans á seinni árum, Steingrímur Jóhannesson, lést í gær 38 ára að aldri. Steingrímur hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Íslenski boltinn 2. mars 2012 18:02
Margrét Lára var spöruð á móti Svíum Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, tók ekki þátt í leiknum á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-4. Íslenski boltinn 2. mars 2012 17:30
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 1-4 | Svíar með öll mörkin í fyrri hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Íslenski boltinn 2. mars 2012 13:00
Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum. Íslenski boltinn 1. mars 2012 12:15
Hjörtur skrifaði undir þriggja ára samning við PSV Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun. Íslenski boltinn 1. mars 2012 11:30
Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum. Íslenski boltinn 29. febrúar 2012 16:17
Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. Íslenski boltinn 29. febrúar 2012 16:05
Strákarnir í 21 árs liðinu komnir á botninn í riðlinum Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 0-1 á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM í Bakú í Aserbaídsjan í dag og situr því í botnsæti riðilsins þegar liðið hefur spilað fimm leiki af átta. Íslenski boltinn 29. febrúar 2012 15:49
Sölvi Geir fyrirliði | Kári byrjar Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins. Fótbolti 29. febrúar 2012 11:34
Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag. Íslenski boltinn 29. febrúar 2012 11:12
Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag. Fótbolti 29. febrúar 2012 10:00
Ungur Dani semur við Stjörnuna Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur samið við 19 ára gamlan Dana, Alexander Scholz að nafni. Hann kemur til Stjörnunnar frá Vejle Kolding. Íslenski boltinn 28. febrúar 2012 19:04
Guðbjörg vill nýja bolta Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er ekki ánægð með þá bolta sem landsliðið fær að æfa með á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 28. febrúar 2012 14:02
Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. Íslenski boltinn 28. febrúar 2012 07:30
Pálmi Rafn kallaður í landsliðið Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn. Íslenski boltinn 27. febrúar 2012 12:03
Sif Atladóttir ekki með til Algarve Varnarmaðurinn Sif Atladóttir varð að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla og fer því ekki með til Algarve. Fótbolti 27. febrúar 2012 11:27
Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag. Íslenski boltinn 25. febrúar 2012 20:30
Hingað er ég komin til að vinna titla Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli. Fótbolti 25. febrúar 2012 09:00
Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Íslenski boltinn 24. febrúar 2012 09:45
Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20. Íslenski boltinn 24. febrúar 2012 08:15
Förum í leikinn til þess að vinna Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna. Íslenski boltinn 24. febrúar 2012 07:00
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. Íslenski boltinn 24. febrúar 2012 06:00
Enn vinnur Fram sigur á KR – sjáið mörkin Framarar unnu 2-1 sigur á KR í viðureign liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Þetta var þriðji sigur Framara á Íslands- og bikarmeisturunum úr Vesturbænum í röð. Íslenski boltinn 23. febrúar 2012 22:50
Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. Íslenski boltinn 23. febrúar 2012 14:15
Vináttulandsleikur við Ungverja næsta sumar Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 23. febrúar 2012 13:00
Óvíst hver verði fyrirliði Íslands Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 23. febrúar 2012 07:00
Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar. Íslenski boltinn 22. febrúar 2012 14:45
Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi. Fótbolti 22. febrúar 2012 09:45
Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. Íslenski boltinn 21. febrúar 2012 12:45