Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Arnar leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll

Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977

Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hingað er ég komin til að vinna titla

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Förum í leikinn til þess að vinna

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri

Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

Fótbolti