Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Pepsimörkin: Markaregnið úr 5. umferð

Alls voru 17 mörk skoruð í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta en umferðinni lauk í gær með fimm leikjum. Flest mörk voru skoruð á Selfossvelli þar sem að heimamenn gerðu 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Öll mörkin má sjá í þessari markasyrpu og tónlistin er frá bandrísku hljómsveitinni, The Black Keys og lagið heitir Gold on the ceiling.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur velur þrjá nýliða í 21 árs landsliðið

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn sinn fyrir leiki á móti Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Knattspyrnusambandið búið að kaupa hjartastuðtæki fyir landsliðin

Landslið Íslands í knattsprnu munu framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis. Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu og atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum í Evrópu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: 5. umferð | allur þátturinn

Fimmtu umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu lauk í gær með fimm leikjum. Farið var yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þátturinn aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Óheppilegt að markavarðaþjálfari landsliðsins starfi hjá KR

Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport er ekki sammála því að markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta sé einnig að starfa fyrir Íslandsmeistaralið KR. Hjörvar vitnaði í ummæli Kjartans Henry Finnbogasonar í viðtali á fotbolti.net eftir 2-0 sigur KR gegn FH í fyrrakvöld þar sem að Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður skoraði sjálfsmark.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Martin: Vorum að reyna leika eftir klúðrið hjá Lennon og Hewson

Gary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 3-1

Fylkir vann sanngjarnan sigur á Val í fjörugum leik í Árbænum í kvöld. Árni Freyr Guðnason skoraði í tvígang fyrir Fylki áður en, Matthías Guðmundsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé. Davíð Þór Ásbjörnsson tryggði stigin þrjú með gulli af marki undir lok leiks úr aukaspyrnu af löngu færi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1

Garðar Bergmann Gunnlaugsson reyndist hetja Skagamanna í Garðabænum í kvöld. Garðar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var ekki lengi að skora jöfnunarmark Skagamanna. Gestirnir fóru nokkuð sáttir heim að loknum hörkuleik þar sem Stjarnan var á heildina litið sterkari aðilinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Grindavík 3-3

Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2

Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Guðjóns kominn upp fyrir þjálfarana sína á fyrirliða-listanum

Tölfræði twitter-síða KR-inga, KRstats, segir frá því í dag að Bjarni Guðjónsson sé kominn upp fyrir þjálfara sína, Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson, yfir fjölda leikja sem fyrirliði KR í efstu deild. Bjarni er á sínu þriðja ári sem fyrirliði en sigurleikurinn á móti FH í gær var hans 46. leikur sem fyrirliði KR-liðsins í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Meistararnir komnir í gang - myndir

Íslandsmeistarar KR unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld er FH kom í heimsókn. Þetta er þess utan annað árið í röð sem KR vinnur FH á heimavelli sem eru tíðindi enda hafði KR ekki unnið á FH á heimavelli í sjö ár þar til stíflan brast í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upphitun: Sagan hliðholl FH á KR-velli

KR og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. FH-ingar voru áskrifendur að þremur stigum á KR-vellinum í sjö ár eða allt þar til í fyrra. Þá tryggðu Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson KR langþráð þrjú stig í 2-0 sigri.

Íslenski boltinn