Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Keflavík 3-0

KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fagna Framararnir enn á ný eftir lokaumferðina?

Fram og Selfoss berjast fyrir lífi sínu í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag en það er þó óhætt að segja að liðin séu í ólíkri aðstöðu. Það er ekki nóg með að Framarar standi miklu betur að vígi í stigatöflunni heldur eru þeir ókrýndir Íslandsmeistarar í fallbaráttu enda búnir að fagna oftar í lokaumferðinni en flest önnur félög undanfarin ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glapræði að verja jafntefli

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag en allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00. Titilbarátta deildarinnar er búin og þar sem mesta spennan er farin úr botnbaráttunni má búast við því að augu flestra beinist að Kópavogsvellinum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Tvöfaldur lokaþáttur

Strákarnir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport verða á vaktinni í allan dag. Hitað verður upp fyrir leikina klukkan 13.45 og þegar lokaumferð Pepsi-deildarinnar er lokið tekur við tveggja tíma uppgjör Pepsi-markanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍBV 2-1

Fram mun leika í Pepsi-deildinni að ári eftir góðan sigur á ÍBV á Laugardalsvelli í dag, 2-1. Tryggvi Guðmundson kom ÍBV yfir í lok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki. Fram kom vel tilbaka í seinni hálfleik og uppskar flottan sigur með mörkum frá þeim Samuel Hewson og Almarri Ormarssyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1

Íslandsmeistarar FH enduðu mótið á réttan hátt og unnu Valsmenn 2-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Albert Brynjar Ingason og Ólafur Páll Snorrason komu heimamönnum í 2-0 áður en Haukur Páll Sigurðsson minnkaði muninn fyrir gestina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar mæta Úkraínu á Krímskaganum

Íslenska kvennalandsliðið tekur í næsta mánuði þátt í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð sem fram fer næsta sumar. Nú er orðið ljóst hvenær umspilsleikir liðsins á móti Úkraínu fara fram en KSÍ segir frá því í frétt á heimasíðu sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fagna mest þegar strákurinn skorar

Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indriði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var fullkomnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FC Zorkiy 0-0

Stjarnan náði markalausu jafntefli gegn FC Zorkiy frá Rússlandi í fyrri leik liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Stjarnan var einum færri í tæpa klukkustund þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir nældi sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Löng bið loksins á enda

Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ragnar rekinn frá HK

HK hefur ákveðið að reka Ragnar Gíslason sem þjálfara karlaliðs félagsins. Aðstoðarmaður hans, Þorsteinn Gunnarsson, sagði upp störfum fyrr í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ragna Lóa tekur við kvennaliði Fylkis

Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna. Aðstoðarmaður hennar verður Kjartan Stefánsson sem stýrði liðinu í síðustu sex leikjum liðsins á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markaregnið úr 21. umferð

Næstsíðasta markasyrpa ársins úr Pepsi-deild karla er nú aðgengileg á sjónvarpsvef Vísis en alls voru 26 mörk skoruð í 21. umferðinni sem fór öll fram í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir : ÍA - Fram 0-1

Leikmenn Fram fögnuðu gríðarlega þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka á Akranesvelli í dag þar sem liðin áttust við í næst síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. 1-0 sigur Fram var síst of stór en Skagamenn sóttu hart að marki Fram á lokakaflanum þar sem að Ögmundur Kristinsson markvörður Fram bjargaði hvað eftir annað með stórkostlegri markvörslu.

Íslenski boltinn