Guðmundur á leið til Sarpsborg ÍBV hefur samþykkt norska liðsins Sarpsborg 08 í miðjumanninn Guðmund Þórarinsson. Hann sjálfur hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við félagið. Íslenski boltinn 7. nóvember 2012 11:52
Rhys Weston samdi við lið í Malasíu Varnarmaðurinn Rhys Weston, sem lék með KR framan af sumri, er genginn til liðs við Sabah FA sem leikur í Malasíu. Íslenski boltinn 2. nóvember 2012 19:00
Arnar Sveinn aftur í Val Arnar Sveinn Geirsson gerði í dag tveggja ára samning við Val og er því aftur kominn á heimaslóðir. Íslenski boltinn 2. nóvember 2012 17:30
Atli Eðvaldsson snýr aftur í íslenska boltann Atli Eðvaldsson tók í dag við C-deildarliði Reynis Sandgerði en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net. Íslenski boltinn 1. nóvember 2012 15:28
Strákarnir náðu ekki jafnteflinu og eru úr leik Íslenska 19 ára landsliðið er úr leik í undankeppni EM í fótbolta eftir 0-2 tap á móti Georgíu í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir fengu þrjú stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjunum og nægði jafntefli til þess að tryggja sér sæti í milliriðli. Íslenski boltinn 31. október 2012 15:18
Logi fór út og ræddi við Veigar Pál Logi Ólafsson, nýr þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann hitti meðal annars Veigar Pál Gunnarsson og ræddi við hann um að spila með Garðabæjarliðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 31. október 2012 12:15
Norðmenn vilja fá nýja reglu inn í fótboltann Norska knattspyrnusambandið hefur sett fram nýstárlega tillögu um reglubreytingu í fótboltaleikjum til að koma í veg fyrir niðurlægjandi úrslit hjá fótboltaleikjum hjá krökkum. Verdens Gang var með þessa frétt. Fótbolti 30. október 2012 15:15
Fjalar til liðs við Val Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson er genginn í raðir Vals frá erkifjendunum í KR. Fjalar gerði þriggja ára samning við Hlíðarendaliðið. Íslenski boltinn 29. október 2012 18:00
Haukur gengur í raðir Framara Framarar fengu liðsstyrk í dag þegar hinn eldfljóti Haukur Baldvinsson skrifaði undir samning við félagið. Íslenski boltinn 28. október 2012 22:11
Sverrir samdi við Fylki Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson skrifaði í dag undir eins árs samning við Fylki. Sverrir kemur til félagsins frá Haukum. Íslenski boltinn 27. október 2012 16:48
Ellert búinn að semja við Blika Blikar náðu ekki að semja við Garðar Jóhannsson fyrir helgi en þeir náðu þó öðrum leikmanni Stjörnunnar í dag. Íslenski boltinn 27. október 2012 16:36
Ætla að hafa liðið mitt klárt fyrir áramót Pepsi-deildarlið Þórs frá Akureyri fékk fínan liðsstyrk í gær er tveir af betri leikmönnum 1. deildarinnar síðasta sumar sömdu við félagið. Athygli vekur að Bosníumaðurinn Edin Beslija sé farinn norður, en hann kemur frá Víkingi Ólafsvík sem einnig tryggði sér þáttökurétt í Pepsi-deildinni næsta sumar. Þar hefur þessi 25 ára leikmaður verið í algjöru lykilhlutverki síðustu ár. Íslenski boltinn 27. október 2012 08:30
Tvö tímamótamörk hjá Margréti Láru í einu sparki Margrét Lára Viðarsdóttir valdi réttan tíma fyrir tímamótamark með íslenska landsliðinu þegar hún kom íslenska liðinu í 1-0 í 3-2 sigri á Úkraínu í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Margrét Lára náði með því tveimur tímamótamörkum með einu sparki því þetta var 50. mark hennar í keppnisleik með landsliðinu og 30. markið hennar á Laugardalsvellinum. Fótbolti 27. október 2012 08:00
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Niðurröðun þeirra tólf liða sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 í styrkleikaflokka hefur verið gefin út. Ísland er í þriðja og neðsta flokknum ásamt fimm öðrum liðum. Fótbolti 27. október 2012 07:00
Viktor Bjarki samdi við Fram Viktor Bjarki Arnarsson, gekk í dag frá tveggja ára samning við Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Viktor Bjarki hefur spilað með KR undanfarin þrjú sumur. Þetta kom fram á heimasíðu Fram. Íslenski boltinn 26. október 2012 18:55
Hjörtur hetjan í fyrsta leik Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV Eindhoven og fyrrum Fylkismaður, var hetja 19 ára landsliðsins í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM sem fram fer í Króatíu. Hjörtur skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Aserbaídsjan. Íslenski boltinn 26. október 2012 16:13
Sara Björk braut oftast af sér Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lét finna fyrir sér í undankeppni EM 2013 sem lauk með glæsilegum sigri íslensku stelpnanna á Úkraínu á Laugardalsvellinum í gær. Fótbolti 26. október 2012 14:15
Beslija og Tubæk í Þór Nýliðar Þórs frá Akureyri í Pepsi-deildinni eru byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi átök og þeir eru búnir að landa tveimur sterkum leikmönnum sem léku í 1. deildinni síðasta sumar. Íslenski boltinn 26. október 2012 11:02
Margrét Lára: Ég hefði ekki viljað missa af þessu Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Fótbolti 26. október 2012 07:00
Draumurinn rættist hjá stelpunum Ísland tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Áhorfendamet var sett þegar stelpurnar okkar unnu góðan 3-2 sigur á Úkraínu í síðari umspilsleiknum í gærkvöldi. Fótbolti 26. október 2012 06:00
Ísland í hópi tólf þjóða á EM í Svíþjóð 2013 Íslenska kvennalandsliðið komst í kvöld í úrslitakeppni EM í fótbolta sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar en Spánn og Rússland tryggðu sér einnig farseðil á mótið í gegnum umspilið. Íslensku stelpurnar fá að vita það eftir fimmtán daga hverjir mótherjar liðsins verða næsta sumar. Fótbolti 25. október 2012 23:15
Stelpurnar dönsuðu af gleði í Dalnum - myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2013 með 3-2 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslensku stelpurnar unnu umspilið þar með samanlagt 6-4. Fótbolti 25. október 2012 22:45
Aron Einar heldur fyrirliðabandinu hjá landsliðinu Aron Einar Gunnarsson verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins en það kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu KSÍ í kvöld. Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli. Íslenski boltinn 25. október 2012 18:32
Garðar verður áfram í Stjörnunni Garðar Jóhannsson hefur ákveðið að hann muni áfram spila með Stjörnunni á næsta tímabili. Hann tilkynnti þetta í útvarpsþættinum Harmageddon í dag. Íslenski boltinn 25. október 2012 15:32
Stelpurnar töpuðu á móti Dönum Íslenska 19 ára landslið kvenna tapaði 1-3 á móti Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að tryggja sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári. Fótbolti 25. október 2012 11:45
Við ætlum ekki að leggjast í vörn Ísland mætir í dag Úkraínu í síðari leik liðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2013. Ísland hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn og dugar því jafntefli til að komast áfram í dag. Þjálfarinn vill fullsetna stúku. Fótbolti 25. október 2012 08:00
Laugardalsvöllur með ábreiðu í tæpa viku Allt hefur verið gert til að forða því að frost komi í jörðu á Laugardalsvellinum fyrir leik Íslands og Úkraínu klukkan 18.30 í kvöld. Ábreiða hefur verið á vellinum síðan á föstudag. Íslenski boltinn 25. október 2012 07:00
Marklínutæknin tekur völdin FIFA gefur grænt ljós á nýja tækni sem mun skera úr um hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Litlar líkur á því að þessi tækni verði notuð hér á landi í nánustu framtíð vegna mikils kostnaðar. Frumsýning á heimsmeistaramóti félagsliða. Fótbolti 25. október 2012 06:00
Atli Viðar framlengir við FH Stuðningsmenn FH halda áfram að fá góð tíðindi en FH-ingar hafa sent frá sér fréttatilkynningar í bunkum í þessari viku. Nú er það orðið staðfest að Atli Viðar Björnsson hefur framlengt við félagið. Íslenski boltinn 24. október 2012 15:47
Sagan með stelpunum Úkraína þarf að komast í gegnum tvo múra til að "stela“ EM-farseðlinum af stelpunum okkar í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum á morgun. Íslenski boltinn 24. október 2012 08:00