Fjölnir á toppinn eftir stórsigur Grindavík var á toppi 1. deildar karla fyrir leiki kvöldsins en liðinu var sparkað þaðan með miklum látum í kvöld. Íslenski boltinn 9. september 2013 20:00
Freyr: Tónlistin hans Jóns er ekki minn tebolli | Myndband Jóni Ragnari Jónssyni, varnarmanni FH-inga í Pepsi-deild karla er margt til lista lagt. Íslenski boltinn 9. september 2013 11:15
Kominn tími á tvö góð úrslit í röð Það hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í undankeppni HM í fótbolta. Strákarnir þurfa að brjóta hefðina til þess að halda HM-draumnum á lífi annað kvöld. Íslenski boltinn 9. september 2013 09:00
Utan vallar: Mætum og styðjum Flestir muna væntanlega hvar þeir voru föstudagskvöldið 6. september. Þeir sömu munu muna það eftir fimm ár, tíu ár og líklega allt þar til þeir yfirgefa þennan heim. Íslenski boltinn 9. september 2013 08:00
Eiður Smári: Það magnaðasta sem ég hef upplifað með landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen átti enn eina flotta innkomu af bekknum þegar hann spilaði seinni hálfleikinn í endurkomusigrinum í Sviss. Íslenski boltinn 9. september 2013 07:30
Alfreð: Ég var ekkert meiddur þegar ég spretti á móti honum "Ég reyni mitt besta til að vera klár því þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og ég vil fá að vera hluti af þessu. Ég ætla samt ekki að taka neina heimskulega sjensa,“ sagði Alfreð Finnbogason í gær en hann var ekki með íslenska liðinu í 4-4 jafntefli á móti Sviss. Íslenski boltinn 9. september 2013 07:00
Jóhann Berg nýtti sér hægri kantinn eins og Arjen Robben Frammistaða Jóhanns Berg Guðmundssonar á móti Sviss var svo sannarlega á milli tannanna á fólki um helgina enda engin venjuleg þrenna á ferðinni – þrjú stórglæsileg mörk á útivelli á móti einu sterkasta landsliði Evrópu í dag. Fótbolti 9. september 2013 06:30
Annar af tveimur eftirminnilegustu leikjum Lagerbäck Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær hvort að endurkoman á móti Sviss væri sú eftirminnilegasta á þjálfaraferlinum. Fótbolti 9. september 2013 06:00
Hermann lofaði Eyjamönnum fimmtán bjórum fyrir sigurinn David James, markvörður Eyjamanna, skrifaði um það í pistli á The Observer þegar hann spilaði sinn þúsundasta leik á ferlinum en það gerði kappinn með ÍBV á móti Fylki á Fylkisvellinum á dögunum. David James segist einnig vera mikill tölfræðiáhugamaður og er alveg með það á hreinu hvaða met hann á og á ekki. Íslenski boltinn 8. september 2013 14:45
Heimir: Við viljum fylla Laugardalsvöllinn Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir lið Albaníu á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag en íslenska karlalandsliðið mætir Albönum í undankeppni HM í Brasilíu á þriðjudaginn kemur. Fótbolti 8. september 2013 12:45
Gylfi hefur komið að helmingi marka íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Jóhanns Berg Guðmundssonar í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudagskvöldið. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sex af tólf mörkum íslenska liðins í undankeppni HM. Fótbolti 8. september 2013 10:00
Með fótboltann í blóðinu Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki. Íslenski boltinn 8. september 2013 09:00
Fylkiskonur unnu 1. deildina Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Íslenski boltinn 7. september 2013 17:15
Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma. Íslenski boltinn 7. september 2013 15:38
Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 7. september 2013 15:36
HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag. Íslenski boltinn 7. september 2013 15:03
Afturelding náði í mikilvægt stig fyrir norðan Þór/KA og Afturelding skildu jöfn í 16. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvellinum í dag en leikurinn lauk með 1-1 jafntefli. Íslenski boltinn 7. september 2013 11:39
Einkunnagjöf íslensku strákanna í leiknum á móti Sviss í Bern í gærkvöldi Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Fótbolti 7. september 2013 08:45
Alfreð á bekknum á móti Sviss - Gylfi fyrir aftan Kolbein Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt, fyrir leikinn á móti Sviss í Bern í kvöld en liðið er komið inn á heimsíðu KSÍ. Fótbolti 6. september 2013 17:35
KA valtaði yfir Völsung KA-menn völtuðu yfir Völsung frá Húsavík, 6-0, í 1. deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Húsavíkurvelli. Íslenski boltinn 5. september 2013 20:17
Flottur sigur 19 ára liðsins á Skotum Drengjalandslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann öruggan 3-0 sigur á Skotum í æfingaleik ytra í morgun. Fótbolti 5. september 2013 11:50
Þór/KA mætir Stjörnubönunum frá Rússlandi Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Íslenski boltinn 5. september 2013 10:55
Þór/KA fær að vita um mótherja sinn í dag Kvennalið Þór/KA verður í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta dag en Íslandsmeistaratitill norðankvenna í fyrra skilaði liðinu sæti í Meistaradeildinni. Íslenski boltinn 5. september 2013 09:27
Ragna Lóa lofaði að halda partí Fylkir tryggði sér í vikunni sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu á ný. Anna Björg Björnsdóttir hefur raðað inn mörkunum í sumar. Íslenski boltinn 5. september 2013 06:30
Blikar án fjögurra lykilmanna Finnur Orri Margeirsson, Nichlas Rohde, Renee Troost og Þórður Steinar Hreiðarsson verða allir í leikbanni þegar Breiðablik sækir Val heim í 19. umferð Pepsi-deildar föstudagskvöldið 13. september. Íslenski boltinn 4. september 2013 09:30
Fylkir og ÍA upp í Pepsi-deild kvenna Fylkir og ÍA eru komin upp í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir leiki kvöldsins í umspili um laus sæti í deildinni. Fótbolti 3. september 2013 19:36
Gula spjaldið á Hólmbert Aron Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, fékk gult spjald í leik liðsins gegn Þór í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Íslenski boltinn 3. september 2013 18:30
Undirbuxurnar voru rauðar eftir allt saman Freyr Bjarnason, leikmaður FH í Pepsi-deild karla, var gripinn glóðvolgur í svörtum undirbuxum undri bláum stuttbuxum sínum í leik gegn KR á dögunum. Íslenski boltinn 3. september 2013 16:15
Einstaka leikir í lokaumferðinni gætu farið fram á laugardeginum Sú staða gæti komið upp að félög í Pepsi-deild karla í knattspyrnu ættu þess kost að spila leiki sína í lokaumferðinni á laugardegi en ekki sunnudegi. Íslenski boltinn 3. september 2013 13:54
Fylkir og ÍA í dauðafæri | Rokkað í Vesturbænum Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 3. september 2013 12:45
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti