Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Utan vallar: Mætum og styðjum

Flestir muna væntanlega hvar þeir voru föstudagskvöldið 6. september. Þeir sömu munu muna það eftir fimm ár, tíu ár og líklega allt þar til þeir yfirgefa þennan heim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann lofaði Eyjamönnum fimmtán bjórum fyrir sigurinn

David James, markvörður Eyjamanna, skrifaði um það í pistli á The Observer þegar hann spilaði sinn þúsundasta leik á ferlinum en það gerði kappinn með ÍBV á móti Fylki á Fylkisvellinum á dögunum. David James segist einnig vera mikill tölfræðiáhugamaður og er alveg með það á hreinu hvaða met hann á og á ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Við viljum fylla Laugardalsvöllinn

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir lið Albaníu á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag en íslenska karlalandsliðið mætir Albönum í undankeppni HM í Brasilíu á þriðjudaginn kemur.

Fótbolti
Fréttamynd

Með fótboltann í blóðinu

Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkiskonur unnu 1. deildina

Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum

Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum

Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna

HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA mætir Stjörnubönunum frá Rússlandi

Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar án fjögurra lykilmanna

Finnur Orri Margeirsson, Nichlas Rohde, Renee Troost og Þórður Steinar Hreiðarsson verða allir í leikbanni þegar Breiðablik sækir Val heim í 19. umferð Pepsi-deildar föstudagskvöldið 13. september.

Íslenski boltinn